Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Ísland á eitt af sextán bestu landsliðum heims en knattspyrna kvenna er í sókn um allan heim og KSÍ þarf að gæta þess að dragast ekki aftur úr. vísir/vilhelm Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. Á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum var lögð fram tillaga þess efnis að ráðist yrði í heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. A-landsliðsnefnd kvenna fékk verkefnið á sitt borð og hefur nú sent frá sér skýrslu sem unnin er af fjórum vinnuhópum, sem hver hafði fulltrúa úr nefndinni. Ætla má að alls hafi um 200 manns úr knattspyrnuhreyfingunni lagt hönd á plóg við vinnu skýrslunnar. Markmiðin með vinnunni voru: Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri. Fimm af tillögum starfshópsins hafa þegar komið til framkvæmda. Þannig hafa landsliðsæfingar verið endurskipulagðar svo að leikmenn geti frekar leikið með sínum félagsliðum um helgar. Stjórn KSÍ hefur samþykkt kynjakvóta í nefndum sínum. Nýtt leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna hefur verið útfært og þurfa félögin í deildinni því að uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar til að fá að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í 4. flokki verður hægt að tefla fram 8 manna liðum, og aðstoð við afreksþjálfun íslensku félaganna hefur verið komið á laggirnar. Þær tillögur sem ætlunin er að komi svo til framkvæmda á næstu mánuðum og árum má sjá hér að neðan. Þess ber að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í síðustu viku að ætlunin væri að að U23-landslið kvenna byrjaði að æfa og spila leiki á þessu ári. Nýr A-landsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson, hefði umsjón með verkefninu. Tillögur að aðgerðum til að efla knattspyrnu kvenna.Úr skýrslu starfshóps KSÍ Nánar má lesa um skýrsluna með því að smella hér. Skýrsluna í heild má sjá hér. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum var lögð fram tillaga þess efnis að ráðist yrði í heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. A-landsliðsnefnd kvenna fékk verkefnið á sitt borð og hefur nú sent frá sér skýrslu sem unnin er af fjórum vinnuhópum, sem hver hafði fulltrúa úr nefndinni. Ætla má að alls hafi um 200 manns úr knattspyrnuhreyfingunni lagt hönd á plóg við vinnu skýrslunnar. Markmiðin með vinnunni voru: Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri. Fimm af tillögum starfshópsins hafa þegar komið til framkvæmda. Þannig hafa landsliðsæfingar verið endurskipulagðar svo að leikmenn geti frekar leikið með sínum félagsliðum um helgar. Stjórn KSÍ hefur samþykkt kynjakvóta í nefndum sínum. Nýtt leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna hefur verið útfært og þurfa félögin í deildinni því að uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar til að fá að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í 4. flokki verður hægt að tefla fram 8 manna liðum, og aðstoð við afreksþjálfun íslensku félaganna hefur verið komið á laggirnar. Þær tillögur sem ætlunin er að komi svo til framkvæmda á næstu mánuðum og árum má sjá hér að neðan. Þess ber að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í síðustu viku að ætlunin væri að að U23-landslið kvenna byrjaði að æfa og spila leiki á þessu ári. Nýr A-landsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson, hefði umsjón með verkefninu. Tillögur að aðgerðum til að efla knattspyrnu kvenna.Úr skýrslu starfshóps KSÍ Nánar má lesa um skýrsluna með því að smella hér. Skýrsluna í heild má sjá hér.
Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn