Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 21:45 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. Gestirnir úr Safamýrinni voru lengi í gang í TM-höllinni og tók Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, leikhlé snemma leiks í stöðunni 6-2, úr því fór leikurinn í 8-2 og virtist ekkert ætla að lagast sóknarlega hjá Fram stúlkum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fór liðið að spila þéttari varnarleik og fengu markvörslu í kjölfarið sem hleypti þeim inn í leikinn. Katrín Ósk Magnúsdóttir var með 10 varða bolta í fyrri hálfleik, 63% markvörslu og var munurinn ekki nema tvö mörk í hálfleik, 15-13. Stjörnustúlkur mættu af miklum krafti inn í leikinn og nýttu þær sér seinagang gestanna með því að keyra hratt á þær. Það hægðist svo á þeirra leik þegar Fram náði tökum á sínum leik og úr varð hörkuspennandi leikur. Fram mætti betur til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni í stöðunni 16-17 og tók Rakel Dögg svo leikhlé þegar Fram var komið í tveggja marka forystu eftir fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. Hennar stúlkur náðu þó ekki vopnum sínum á ný og hrundi þeirra leikur smátt og smátt það sem eftir lifði síðari hálfleiks. Fram var komið í níu marka forystu í stöðunni 23-32 en lokatölur í TM-höllinni 26-33, Fram í vil. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Fram? Eftir að hafa mætt hræðilega til leiks rifu Fram stúlkur sig í gang og náðu öllum tökum á leiknum. Þær þéttu vörnina, fengu frábæra markvörslu frá Katrínu Ósk Magnúsdóttur í markinu og fóru að keyra hratt á heimakonur sem réðu ekkert við gestina þegar leið á leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Katrín Ósk Magnúsdóttir var stór ástæða þess að liðið vann sig inn í leikinn og náði loks forystunni en hún var um tíma með 70% markvörslu um miðbik leiks. Enn hún var frábær í leiknum, endaði með 52% markvörslu, 18 varða bolta. Karen Knútsdóttir fór fyrir sínu liði. Reynslan sem henni fylgir skilaði miklu í leiknum og endaði hún með 7 mörk, Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með 9 mörk. Í liði Stjörnunnar var Eva Björk Davíðsdóttir atkvæðamest með 9 mörk og 6 sköpuð færi, aðrar áttu ekki eins góðan dag sóknarlega. Ragnheiður skoraði níu mörk í liði Fram í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Fram mætti mjög illa til leiks og áttu í stökustu vandræðum fyrsta stundarfjórðung leiksins bæði varnar og sóknarlega. Liðið vann sig svo inn í leikinn og tóku þær öll völd á leiknum að lokum. Leikur Stjörnunnar hrundi algjörlega undir lok fyrri hálfleiks og mættu þær ekki til leiks í þeim síðari. Sóknarlega áttu þær mjög erfitt og fengu ódýr mörk á sig í kjölfarið. Hvað er framundan? Á laugardaginn hefst 8. umferðin og mæta Stjörnustúlkur þá botnliði FH. Fram á svo leik gegn HK í Kórnum á sunnudaginn. Kristrún í baráttunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Kristrún: Við erum með fullt af stelpum sem kunna að spila handbolta „Þær bara keyrðu yfir okkur“ sagði Kristrún Steinþórsdóttir um byrjun Fram á þessum leik Fram lenti 8-2 undir á fyrstu 10 mínútum leiksins og segir Kristrún að liðið hafi alls ekki mætt til leiks í kvöld, hvorki í vörn né sókn „Þær gerðu bara vel og við illa, þetta var bara ekki gott, við ætluðum náttúrulega að gera betur“ „Við verðum bara við, sýndum karakter og fórum að berja hvor aðra áfram“ sagði Kristrún um endurkomuna hjá liðinu þegar líða tók á fyrri hálfleikinn „Svo fórum við að fá eitt og eitt hraðaupphlaup, okkur fór að líða betur í sókn og þetta fór að malla“ Það vantar fimm lykilleikmenn úr byrjunarliði Fram frá síðustu leiktíð í liðið eins og er. Það á þó við um Fram líkt og önnur lið að það kemur maður í manns stað og nýtur Kristrún góðs af því um þessar mundir og fær margar mínútur á vellinum „Mér líður vel hvar sem ég er á vellinum. Við erum auðvitað með ógeðslega breiðan hóp og fullt af stelpum sem kunna að spila handbolta. Það kemur bara maður í manns stað og við leysum þetta bara“ sagði Kristrún að lokum Olís-deild kvenna Stjarnan Fram
Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. Gestirnir úr Safamýrinni voru lengi í gang í TM-höllinni og tók Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, leikhlé snemma leiks í stöðunni 6-2, úr því fór leikurinn í 8-2 og virtist ekkert ætla að lagast sóknarlega hjá Fram stúlkum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fór liðið að spila þéttari varnarleik og fengu markvörslu í kjölfarið sem hleypti þeim inn í leikinn. Katrín Ósk Magnúsdóttir var með 10 varða bolta í fyrri hálfleik, 63% markvörslu og var munurinn ekki nema tvö mörk í hálfleik, 15-13. Stjörnustúlkur mættu af miklum krafti inn í leikinn og nýttu þær sér seinagang gestanna með því að keyra hratt á þær. Það hægðist svo á þeirra leik þegar Fram náði tökum á sínum leik og úr varð hörkuspennandi leikur. Fram mætti betur til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni í stöðunni 16-17 og tók Rakel Dögg svo leikhlé þegar Fram var komið í tveggja marka forystu eftir fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. Hennar stúlkur náðu þó ekki vopnum sínum á ný og hrundi þeirra leikur smátt og smátt það sem eftir lifði síðari hálfleiks. Fram var komið í níu marka forystu í stöðunni 23-32 en lokatölur í TM-höllinni 26-33, Fram í vil. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Fram? Eftir að hafa mætt hræðilega til leiks rifu Fram stúlkur sig í gang og náðu öllum tökum á leiknum. Þær þéttu vörnina, fengu frábæra markvörslu frá Katrínu Ósk Magnúsdóttur í markinu og fóru að keyra hratt á heimakonur sem réðu ekkert við gestina þegar leið á leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Katrín Ósk Magnúsdóttir var stór ástæða þess að liðið vann sig inn í leikinn og náði loks forystunni en hún var um tíma með 70% markvörslu um miðbik leiks. Enn hún var frábær í leiknum, endaði með 52% markvörslu, 18 varða bolta. Karen Knútsdóttir fór fyrir sínu liði. Reynslan sem henni fylgir skilaði miklu í leiknum og endaði hún með 7 mörk, Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með 9 mörk. Í liði Stjörnunnar var Eva Björk Davíðsdóttir atkvæðamest með 9 mörk og 6 sköpuð færi, aðrar áttu ekki eins góðan dag sóknarlega. Ragnheiður skoraði níu mörk í liði Fram í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Fram mætti mjög illa til leiks og áttu í stökustu vandræðum fyrsta stundarfjórðung leiksins bæði varnar og sóknarlega. Liðið vann sig svo inn í leikinn og tóku þær öll völd á leiknum að lokum. Leikur Stjörnunnar hrundi algjörlega undir lok fyrri hálfleiks og mættu þær ekki til leiks í þeim síðari. Sóknarlega áttu þær mjög erfitt og fengu ódýr mörk á sig í kjölfarið. Hvað er framundan? Á laugardaginn hefst 8. umferðin og mæta Stjörnustúlkur þá botnliði FH. Fram á svo leik gegn HK í Kórnum á sunnudaginn. Kristrún í baráttunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Kristrún: Við erum með fullt af stelpum sem kunna að spila handbolta „Þær bara keyrðu yfir okkur“ sagði Kristrún Steinþórsdóttir um byrjun Fram á þessum leik Fram lenti 8-2 undir á fyrstu 10 mínútum leiksins og segir Kristrún að liðið hafi alls ekki mætt til leiks í kvöld, hvorki í vörn né sókn „Þær gerðu bara vel og við illa, þetta var bara ekki gott, við ætluðum náttúrulega að gera betur“ „Við verðum bara við, sýndum karakter og fórum að berja hvor aðra áfram“ sagði Kristrún um endurkomuna hjá liðinu þegar líða tók á fyrri hálfleikinn „Svo fórum við að fá eitt og eitt hraðaupphlaup, okkur fór að líða betur í sókn og þetta fór að malla“ Það vantar fimm lykilleikmenn úr byrjunarliði Fram frá síðustu leiktíð í liðið eins og er. Það á þó við um Fram líkt og önnur lið að það kemur maður í manns stað og nýtur Kristrún góðs af því um þessar mundir og fær margar mínútur á vellinum „Mér líður vel hvar sem ég er á vellinum. Við erum auðvitað með ógeðslega breiðan hóp og fullt af stelpum sem kunna að spila handbolta. Það kemur bara maður í manns stað og við leysum þetta bara“ sagði Kristrún að lokum
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti