Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:09 Málið fer fyrir Hæstarétt. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira