Fyrsti samkynhneigði ráðherra Bandaríkjanna sem þingið staðfestir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 21:17 Tilnefning Buttigieg í embætti samgönguráðherra var staðfest í dag. Stefani Reynolds - Pool/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03. Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Tilnefningin flaug í gegnum þingið með 86 atkvæðum gegn 13. Buttigieg varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að vera staðfestur af þinginu í ráðherraembætti í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Buttigieg er þó ekki fyrsti samkynhneigði ráðherra í sögu Bandaríkjanna, en í stjórnartíð Donalds Trump var Richard Grenell, sem er samkynhneigður, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar frá febrúar til maí 2020. Yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum eiga sæti í ríkisstjórn. Grenell var þó aldrei samþykktur af þinginu. Þegar tilkynnt var um að Biden hefði tilnefnt Buttigieg í embættið sagðist Buttigieg meðvitaður um að „augu sögunnar væru á tilnefningunni.“ Hann kvaðst minnast þess að hafa, þá 17 ára gamall, fylgst með þegar eitt af ráðherraefnum Bills Clinton, fyrrverandi forseta, var neitað um atkvæðagreiðslu í þinginu vegna þess að hann var samkynhneigður. Eftir að skipun Buttigieg í embætti lá endanlega fyrir sendi hann frá sér tíst þar sem hann kvaðst auðmjúkur og heiðraður vegna staðfestingarinnar. Nú væri hann tilbúinn að taka til starfa. I'm honored and humbled by today's vote in the Senate—and ready to get to work @USDOT.— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) February 2, 2021 Buttigieg er einn þeirra Demókrata sem laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í forvaldi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember í fyrra. Buttigieg var áður borgarstjóri í South Bend í Indiana. Buttigieg er 39 ára og er þar með yngstur ráðherra í ríkisstjórn Bidens. Samgönguráðuneytið fer með öll mál er varða samgöngur og innviði þeim tengdum, og er með um það bil 55 þúsund manns í vinnu. Fréttin var uppfærð klukkan 22:03.
Bandaríkin Joe Biden Hinsegin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira