Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:30 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson sjást hér ræða um Valsliðið. S2 Sport Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara?
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira