Björgvin: Hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:19 Björgvin Páll Gústavsson er kominn aftur heim eftir að hafa verið í Egyptalandi með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka í handbolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna þegar Haukar unnu Aftureldingu 24-30 í Varmá í kvöld. Björgvin sem spilaði ekki síðasta leik með liðinu vegna þess að hann var í sóttkví eftir HM, var fegin að vera mættur aftur. „Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira