Föst í Boston þegar bréfið örlagaríka kom frá Skúla Mogensen Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Helga fór um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Helga Braga Jónsdóttir, leikkona og skemmtikraftur, hefur um árabil verið einn farsælasti grínisti Íslands. Hún ákvað strax sem ungabarn að verða leikkona og það má sannarlega segja að hún hafi látið drauminn rætast en Helga Braga er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Ég var alltaf með drauma um að verða leikkona og ætlaði að verða fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það var eiginlega vandræðalegt að ég ætlaði að verða leikkona frá því ég lærði að tala. Það var gert grín að því í fjölskyldunni þegar ég var að segja þetta sem ungabarn. Svo kom smá efi þegar ég var fjögurra ára og ætlaði að verða búðarkona, af því að þá gæti ég fengið svo mikið nammi,“ segir Helga Braga og heldur áfram. „Ég sá fyrir mér fullan bílskúr af nammi sem ég myndi sitja ofan á og ná upp í loft og borða mig niður. Það er spurning hvort ég hafi náð að borða þennan fulla bílskúr af nammi í gegnum tíðina. En búðarkonudraumurinn rættist þegar ég var að í flugi og var að bjóða veitingar á frönsku, að þá fattaði ég allt í einu að ég væri í raun orðin fína búðarkonan sem mig dreymdi um að vera þegar ég var fjögurra ára. En leiklistarferillinn byrjaði svolítið með fyrsta stóra hlutverkinu, þegar ég lék Línu Langsokk. Það var frábært hlutverk fyrir 15 ára stelpu og hafði mjög góð áhrif á sjálfstraustið og gerði mér mjög gott á allan hátt.“ Grenjaði alla Hellisheiðina En það hafa komið augnablik þar sem sjálfstraustið var ekki í toppi hjá Helgu og hún rifjar í þættinum upp eitt af fyrstu skiptunum sem hún var ein með uppistand. „Ég man eftir því þegar ég var einu sinni úti á landi að skemmta. Meiri hlutinn af áhorfendum voru karlar og einhverjir í glasi og þeir byrjuðu að kalla upp hvort það hefði ekki verið hægt að fá einhvern betri. Einn gólaði að hann vildi klámbrandara og ég var ekki komin með sjálfstraustið og trixin til að eiga við þetta, eins og að svara til baka og segja hluti eins og „þarna erum við með lítinn klámkall“ eða eitthvað svipað. Ég grenjaði alla Hellisheiðina og ætlaði aldrei að gera þetta aftur. En svo talaði ég við Stein Ármann og fleiri sem voru reyndir í þessu og þá lærði ég að snúa þessu á þann sem er að kalla fram í og með leiðindi og það kemur með æfingunni. Steinn gaf mér nokkra one-linera sem ég gæti notað á svona einstaklinga eins og til dæmis: „Það er búið að þrífa búrið þitt. Þú mátt fara heim.” Helga segist hafa lært það í gegnum tíðina að fara ekki fram úr sér í vinnu eftir að hafa brennt sig á því. „Það er eitur í mínum beinum að hafa brjálað að gera, sennilega af því að ég hef tvisvar farið í væga kulnun. Fyrst 2001 og síðan aftur eftir að WOW AIR fór í þrot. En fyrra skiptið var mjög skrýtið. Ég var með spjallþátt sem var alveg nýtt fyrir mig, svo var ég að klára tökur á fóstbræðrum og líka að gigga, þannig að ég var eiginlega í þrefaldri vinnu. Svo var ég að vakna einn morguninn og ég gat ekki lyft höndunum,“ segir Helga sem upplifði sig eins og hún væri með blý í höndunum og hreinlega lömuð. „Það var búið að plana tökur, þar sem ég átti að fara í Kringluna að spyrja fólk um guð, en það endaði með því að pródusentinn þurfti að spyrja um guð fyrir mig. Svo fór ég til læknis og endaði á að fá Sobril og ég borðaði það í viku, þar til vinkona mín, sem var að kenna líföndun sagði mér að ég ætti að fara að gera það og ég henti töflunum og lífandaði mig í gegnum þetta. En þetta var ekki alvarleg kulnun, af því að það getur verið margra ára dæmi og ég geri ekki lítið úr því.“ „Takk og bless“ Helga Braga vann sem flugfreyja um árabil og segir í þættinum meðal annars sögu af því þegar Wow Air fór í þrot og hún var strandaglópur í Boston. „Þetta voru rosalega skrýtnir dagar þarna á undan og miklar sveiflur. Þetta var búið að vera svo mikill hvirfilbylur. Á afmælisdeginum mínum var búið að selja Wow Air til Icelandair, en maður vonaði alltaf svo mikið að þetta myndi ganga upp og það gerði það næstum því. En svo veit náttúrulega enginn hvað hefði gerst í Covid. En ég man vel eftir síðasta fluginu, þegar við fórum til Boston og þá vorum við öll mjög bjartsýn, fórum saman út að borða, en svo man ég að ég var með eitthvað í maganum þarna um nóttina og átti erfitt með að sofna. Ég var mjög þreytt, en gat einhverra hluta vegna ekki sofnað og var með ónotatilfinningu. Svo klukkan hálf fimm um morguninn, þá fengum við bréfið frá Skúla sem sagði: ,,Takk og bless”, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Þá vissum við að þetta væri búið og áhöfnin fór bara í að skrá sig atvinnulausa. En við vorum heppin með hótel, af því að okkur var ekki hent út.” Helga segir mikla samstöðu hafa einkenni alla starfsmennina í gegnum allt þetta tímabil. „Skúli kann að búa til stemmingu og það var bara svo svakalega gaman að vinna fyrir þetta flugfélag. Það sem einkenndi þetta allt saman var gleðin hjá starfsfólkinu og ég held að það hafi spilað stóran þátt í því hvað fólk var tilbúið að standa með félaginu undir lokin. Gleðin var ríkjandi hjá Wow air og ég held að gleðin sé það sem virkjar sköpunarkraftinn og þannig gerast frábærir hlutir.” Í þættinum fara Sölvi og Helga yfir magnaðan feril Helgu, andlega ferðalagið, árin hjá Wow Air, ferðalögin um allan heim og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva WOW Air Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
„Ég var alltaf með drauma um að verða leikkona og ætlaði að verða fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það var eiginlega vandræðalegt að ég ætlaði að verða leikkona frá því ég lærði að tala. Það var gert grín að því í fjölskyldunni þegar ég var að segja þetta sem ungabarn. Svo kom smá efi þegar ég var fjögurra ára og ætlaði að verða búðarkona, af því að þá gæti ég fengið svo mikið nammi,“ segir Helga Braga og heldur áfram. „Ég sá fyrir mér fullan bílskúr af nammi sem ég myndi sitja ofan á og ná upp í loft og borða mig niður. Það er spurning hvort ég hafi náð að borða þennan fulla bílskúr af nammi í gegnum tíðina. En búðarkonudraumurinn rættist þegar ég var að í flugi og var að bjóða veitingar á frönsku, að þá fattaði ég allt í einu að ég væri í raun orðin fína búðarkonan sem mig dreymdi um að vera þegar ég var fjögurra ára. En leiklistarferillinn byrjaði svolítið með fyrsta stóra hlutverkinu, þegar ég lék Línu Langsokk. Það var frábært hlutverk fyrir 15 ára stelpu og hafði mjög góð áhrif á sjálfstraustið og gerði mér mjög gott á allan hátt.“ Grenjaði alla Hellisheiðina En það hafa komið augnablik þar sem sjálfstraustið var ekki í toppi hjá Helgu og hún rifjar í þættinum upp eitt af fyrstu skiptunum sem hún var ein með uppistand. „Ég man eftir því þegar ég var einu sinni úti á landi að skemmta. Meiri hlutinn af áhorfendum voru karlar og einhverjir í glasi og þeir byrjuðu að kalla upp hvort það hefði ekki verið hægt að fá einhvern betri. Einn gólaði að hann vildi klámbrandara og ég var ekki komin með sjálfstraustið og trixin til að eiga við þetta, eins og að svara til baka og segja hluti eins og „þarna erum við með lítinn klámkall“ eða eitthvað svipað. Ég grenjaði alla Hellisheiðina og ætlaði aldrei að gera þetta aftur. En svo talaði ég við Stein Ármann og fleiri sem voru reyndir í þessu og þá lærði ég að snúa þessu á þann sem er að kalla fram í og með leiðindi og það kemur með æfingunni. Steinn gaf mér nokkra one-linera sem ég gæti notað á svona einstaklinga eins og til dæmis: „Það er búið að þrífa búrið þitt. Þú mátt fara heim.” Helga segist hafa lært það í gegnum tíðina að fara ekki fram úr sér í vinnu eftir að hafa brennt sig á því. „Það er eitur í mínum beinum að hafa brjálað að gera, sennilega af því að ég hef tvisvar farið í væga kulnun. Fyrst 2001 og síðan aftur eftir að WOW AIR fór í þrot. En fyrra skiptið var mjög skrýtið. Ég var með spjallþátt sem var alveg nýtt fyrir mig, svo var ég að klára tökur á fóstbræðrum og líka að gigga, þannig að ég var eiginlega í þrefaldri vinnu. Svo var ég að vakna einn morguninn og ég gat ekki lyft höndunum,“ segir Helga sem upplifði sig eins og hún væri með blý í höndunum og hreinlega lömuð. „Það var búið að plana tökur, þar sem ég átti að fara í Kringluna að spyrja fólk um guð, en það endaði með því að pródusentinn þurfti að spyrja um guð fyrir mig. Svo fór ég til læknis og endaði á að fá Sobril og ég borðaði það í viku, þar til vinkona mín, sem var að kenna líföndun sagði mér að ég ætti að fara að gera það og ég henti töflunum og lífandaði mig í gegnum þetta. En þetta var ekki alvarleg kulnun, af því að það getur verið margra ára dæmi og ég geri ekki lítið úr því.“ „Takk og bless“ Helga Braga vann sem flugfreyja um árabil og segir í þættinum meðal annars sögu af því þegar Wow Air fór í þrot og hún var strandaglópur í Boston. „Þetta voru rosalega skrýtnir dagar þarna á undan og miklar sveiflur. Þetta var búið að vera svo mikill hvirfilbylur. Á afmælisdeginum mínum var búið að selja Wow Air til Icelandair, en maður vonaði alltaf svo mikið að þetta myndi ganga upp og það gerði það næstum því. En svo veit náttúrulega enginn hvað hefði gerst í Covid. En ég man vel eftir síðasta fluginu, þegar við fórum til Boston og þá vorum við öll mjög bjartsýn, fórum saman út að borða, en svo man ég að ég var með eitthvað í maganum þarna um nóttina og átti erfitt með að sofna. Ég var mjög þreytt, en gat einhverra hluta vegna ekki sofnað og var með ónotatilfinningu. Svo klukkan hálf fimm um morguninn, þá fengum við bréfið frá Skúla sem sagði: ,,Takk og bless”, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Þá vissum við að þetta væri búið og áhöfnin fór bara í að skrá sig atvinnulausa. En við vorum heppin með hótel, af því að okkur var ekki hent út.” Helga segir mikla samstöðu hafa einkenni alla starfsmennina í gegnum allt þetta tímabil. „Skúli kann að búa til stemmingu og það var bara svo svakalega gaman að vinna fyrir þetta flugfélag. Það sem einkenndi þetta allt saman var gleðin hjá starfsfólkinu og ég held að það hafi spilað stóran þátt í því hvað fólk var tilbúið að standa með félaginu undir lokin. Gleðin var ríkjandi hjá Wow air og ég held að gleðin sé það sem virkjar sköpunarkraftinn og þannig gerast frábærir hlutir.” Í þættinum fara Sölvi og Helga yfir magnaðan feril Helgu, andlega ferðalagið, árin hjá Wow Air, ferðalögin um allan heim og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva WOW Air Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið