Sport

Sýndu aldursmuninn á Brady og Mahomes á skemmtilegan hátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes er líklegur til afreka í framtíðinni og ríkjandi meistari en Tom Brady er á eftir sínum sjöunda meistaratitli á ótrúlegum ferli sínum.
Patrick Mahomes er líklegur til afreka í framtíðinni og ríkjandi meistari en Tom Brady er á eftir sínum sjöunda meistaratitli á ótrúlegum ferli sínum. NFL

Tom Brady og Patrick Mahomes setja met í Super Bowl leiknum á sunnudaginn því aldrei hefur munað eins mikið í aldri á leikstjórnendum liðanna í úrslitaleik NFL-deildarinnar.

Það styttist í leik ársins í bandarískum íþróttum en Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers mætast á sunnudagskvöldið í leiknum um hina frægu ofurskál á Raymond James leikvanginum í Tampa í Florída fylki.

Eins og alltaf þá snúast NFL-liðin mikið í kringum leikstjórnanda liðanna sem gera oft gæfumuninn í sóknarleik liðanna.

Það er ljóst að leikstjórnendurnir í ár skrifa söguna og eru enn fremur líklegir til að vera bornir saman um ókomna tíð.

Það sem gerir þessa viðureign þeirra þó sögulega er aldursmunurinn á þeim tveimur.

Goðsögnin Tom Brady fæddist 3. ágúst 1977 en Patrick Mahomes kom ekki í heiminn fyrr en meira en átján árum síðar eða 17. september 1995.

ESPN sýndi aldursmuninn á Brady og Mahomes á skemmtilegan hátt með þræði á Twitter síðu sinni ESPNStatsInfo. Það má sjá brot úr þeim Twitter þræði hér fyrir neðan.

Þar má meðal annars sjá það það var diskólag á toppnum þegar Tom Brady kom í heiminn en rapplagið Gangsta's Paradise sat í efsta sætið þegar Patrick Mahomes fæddist. Star Wars mynd var sú vinsælasta þegar Brady fæddist en þegar Mahomes kom í heiminn var toppmyndin dragmyndin To Wong Foo, Thanks for Everything! Julie Newmar með þeim Wesley Snipes, Patrick Swayze og John Leguizamo.

Mörg NBA-félög höfðu líka skipt um heimaborg milli fæðingu kappanna tveggja enda Tom Brady orðinn átján ára gamall þegar Patrick Mahomes kom í heiminn. Það höfðu líka orðið miklar tækniframfarir þegar kom að leikjatölvunum.

Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×