Borgarstjórinn grínaðist með að skíra borgina „Tompa Bay“ ef Brady vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 16:31 Tom Brady er búinn að leiða lið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili. Getty/Dylan Buell Tom Brady hefur gert magnaða hluti á fyrsta tímabili sínu með Tampa Bay Buccaneers og er nú aðeins einum sigri frá því að færa nýja félaginu sínu sigur í Super Bowl. Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira