Enski boltinn

Bednarek sleppur en Luiz fer í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Luiz svekktur með rauða spjaldið sem Craig Pawson gaf honum í leik Arsenal og Wolves á þriðjudaginn.
David Luiz svekktur með rauða spjaldið sem Craig Pawson gaf honum í leik Arsenal og Wolves á þriðjudaginn. getty/David Price

Rauða spjaldið sem Jan Bednarek fékk í 9-0 tapi Southampton fyrir Manchester United hefur verið dregið til baka. Brottvísunin sem David Luiz, leikmaður Arsenal, fékk í 2-1 tapinu fyrir Wolves stendur hins vegar.

Bæði Southampton og Arsenal áfrýjuðu rauðu spjöldunum sem þeir Bednarek og Luiz fengu á þriðjudaginn. Áfrýjun Southampton bar árangur en ekki áfrýjun Arsenal.

Bednarek getur því leikið með Southampton þegar liðið sækir Newcastle United heim í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Luiz þarf hins vegar að fylgjast með leik Arsenal og Aston Villa í hádeginu á laugardaginn úr stúkunni.

Auk Luiz fékk Bernd Leno, markvörður Arsenal, að líta rauða spjaldið gegn Wolves. Rúnar Alex Rúnarsson kom inn á í kjölfarið og gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal gegn Villa.

Luiz hefur fengið þrjú rauð spjöld síðan hann gekk í raðir Arsenal fyrir síðasta tímabil og fengið á sig sex vítaspyrnur.

Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Southampton í því tólfta. Tveimur stigum munar á liðunum.


Tengdar fréttir

Rúnar ekki í Evrópu­deildar­hóp Arsenal

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í Evrópudeildarhóp Arsenal sem liðið tilkynnti inn til UEFA í dag. Nokkrar breytingar voru gerðar á 25 manna listanum frá því fyrir áramót.

Fantasy-spilarar æfir út í Bednarek

Þeir Fantasy-spilarar sem völdu Jan Bednarek í liðið sitt hugsa honum eflaust þegjandi þörfina vegna frammistöðu hans í 9-0 tapi Southampton fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Fokk! Er þetta að gerast aftur?“

„Ég tók nú bara þessa treyju því hún var það fyrsta sem ég sá í skápnum. Svo settist ég niður til að horfa leikinn og þá hófst þetta „shit show“,“ segir Hallgrímur Viðar Arnarson, stuðningsmaður Southampton, sem hugsar sig tvisvar um áður en hann klæðist aftur treyju liðsins sem hann á.

Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leik­menn

Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×