Sér eftir stuðningi við QAnon Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 19:32 Marjorie Taylor Greene. Tasos Katopodis/Getty Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent