Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Atli Arason skrifar 4. febrúar 2021 23:15 Ægir Þór var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00