Veðjaði 452 milljónum á sigur Tom Brady í SuperBowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 10:01 Jim McIngvale er tilbúinn að veðja hundruðum milljóna á íþróttakappleiki en ekki er vitað hvaða skoðun eiginkonan Linda McIngvale hefur á því. Getty/Bob Levey Það er einn maður sem hefur mikla trú á því að hinn 43 ára gamli Tom Brady vinni sinn sjöunda NFL-titil í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL Ofurskálin Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Sjá meira
Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.
NFL Ofurskálin Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Sjá meira