Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-76 | ÍR-ingar tóku fram úr í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 20:47 Ólafur Ólafsson ver boltann fyrir ágengum ÍR-ingum. vísir/hulda margrét ÍR vann góðan sigur á Grindavík, 98-76, þegar liðin áttust við í Seljaskóla í fyrri leik kvöldsins í Domino‘s deild karla. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku ÍR-ingar völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu, 29-16. Þeir slepptu ekki takinu af leiknum og unnu á endanum 22 stiga sigur, 98-76. Með honum jafnaði ÍR Grindavík að stigum í deildinni. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í kvöld var mjög jafn. ÍR-ingar byrjuðu betur og leiddu stærstan hluta fyrri hálfleiks en munurinn var aldrei meiri en sjö stig. Bæði lið hittu afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna (átján og 25 prósent) en ÍR-ingar klikkuðu varla á skoti inni í teig (75 prósent). Staðan í hálfleik var 46-42, ÍR í vil. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en síðan kom frábær 14-0 kafli hjá ÍR sem náði heljartaki á leiknum og lét það ekkert af hendi. ÍR vann 3. leikhlutann, 29-16, og leiddi með sautján stigum fyrir lokaleikhlutann, 75-58. Það bil náði Grindavík aldrei að brúa. Grindvíkingar áttu eitt ágætis áhlaup og minnkuðu muninn í níu stig, 83-74. Þá tók Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga, leikhlé. Í kjölfar þess skoraði Sæþór Elmar Kristjánsson þriggja stiga körfu eftir enn eitt sóknarfrákast heimanna og kláraði í raun leikinn. ÍR skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum leiksins og vann á endanum 22 stiga sigur, 98-76. Everage Richardson skoraði 23 stig fyrir ÍR, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar.vísir/hulda margrét Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar töpuðu boltanum aðeins þrisvar sinnum í leiknum sem er ótrúleg tölfræði. Á meðan voru þeir með 23 stoðsendingar. Skotnýting ÍR fyrir utan batnaði í seinni hálfleik og þá varnarleikur Breiðhyltinga líka sterkari en í þeim fyrri. Svæðisvörn þeirra gaf góða raun og þá pressuðu þeir á köflum vel. Hverjir stóðu upp úr? Grindvíkingar réðu lítið við bakvarðatvennu ÍR-inga, þá Everage Richardson og Evan Singletary. Richardson var með 23 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar og Singletary skoraði 21 stig og gaf sex stoðsendingar. Fátt gekk upp hjá Sigvalda Eggertssyni í fyrri hálfleik en hann var hrikalega flottur í þeim seinni og endaði með fjórtán stig og sjö fráköst. Collin Pryor heldur svo áfram að spila vel og skilaði fimmtán stigum og tíu fráköstum. Ólafur Ólafsson var besti leikmaður Grindavíkur en hann skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Hvað gekk illa? Grindvíkingar náðu engan veginn að fylgja eftir sigrinum góða á Stjörnumönnum í síðustu umferð. Þeir voru voru ágætir í fyrri hálfleik en slakir og hálf linir í þeim seinni. Eric Wise átti ekkert sérstakan leik og Grindavík þarf að fá miklu meira frá honum. Kristinn Pálsson og Joonas Jarvelainen geta líka miklu betur en þeir sýndu í kvöld. Hvað gerist næst? Síðasti leikur beggja liða fyrir landsleikjahléið er á mánudaginn. ÍR sækir þá Stjörnuna heim á meðan Grindavík fær KR í heimsókn. Kristjana: Fórum að spila vörn Kristjana Eir Jónsdóttir var á því að bætt vörn í seinni hálfleik hefði skilað ÍR stigunum tveimur.stöð 2 Kristjana Eir Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari ÍR, var að vonum kát í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigum ÍR-ingar á bensíngjöfina og tóku völdin í 3. leikhluta. „Við fórum að spila vörn. Við héldum þeim í sextán stigum í 3. leikhluta. Við fórum að spila svæðisvörn og pressa meira en við gerðum í fyrri hálfleik og tókum eiginlega stjórnina,“ sagði Kristjana. ÍR hitti mjög illa fyrir utan í fyrri hálfleik en Kristjönu fannst liðið samt fá fín skot. Hún sagði samt að vörnin hefði verið lykilinn að sigrinum. „Ég er á því ef maður spilar vörn kemur takturinn í sókninni með og það verður auðveldara að setja skotin niður. Og það gerðist eins og ég hélt,“ sagði Kristjana. Hún vonast til að ÍR-ingar séu nú komnir á beinu brautina en þeir hafa verið nokkuð óstöðugir það sem af er tímabili. „Við ætlum alltaf að vernda heimavöllinn og við vonumst til að fara á smá skrið með þessum sigri, við náum nokkrum sigurleikjum og skríðum upp töfluna,“ sagði Kristjana að lokum. Daníel: Ólýsanlega svekktur með það Daníel Guðni Guðmundsson var ekki sáttur með sína menn í kvöld.vísir/hulda margrét Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera hamingjusamur eftir tapið fyrir ÍR í kvöld. „ÍR-inga virtist langa miklu meira til að vinna þennan leik. Við vorum mjög linir í öllum okkar aðgerðum,“ sagði Daníel eftir leik. Hann var sérstaklega ósáttur með hversu mörg sóknarfráköst ÍR-ingar tóku í leiknum. „Þetta var galið, algjörlega galið. Ég er ólýsanlega svekktur með það. Þú vinnur ekki marga körfuboltaleiki þegar hitt liðið fær endalaus tækifæri í sókn. Þetta var mjög slakt.“ Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku ÍR-ingar fram úr Grindvíkingum í 3. leikhluta sem þeir unnu, 29-16. Eftir það var róður gestanna mjög þungur. „Við flýttum okkur alltof mikið gegn pressunni og svæðisvörninni þeirra. Við ætluðum að reyna að komast í gegnum það með einhverju drippli. Það gekk ekki. Þeir komu út í svæðisvörn í 3. leikhluta eins og þeir hafa gert og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það, taldi ég. En það var mjög veikt hvernig við lokuðum okkar sóknaraðgerðum,“ sagði Daníel. Grindavík vann frábæran sigur á Stjörnunni í síðustu umferð en tók skref til baka í kvöld sem Daníel var svekktur með. „Algjörlega, því okkur langar að tengja saman sigurleiki og fá tvö stig í hvert skipti. En þetta er langt en knappt tímabil og það koma góðir og slakir leikir inn á milli,“ sagði Daníel. „Mér fannst þetta lélegt, bara mjög lélegt.“ Dominos-deild karla ÍR UMF Grindavík
ÍR vann góðan sigur á Grindavík, 98-76, þegar liðin áttust við í Seljaskóla í fyrri leik kvöldsins í Domino‘s deild karla. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku ÍR-ingar völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu, 29-16. Þeir slepptu ekki takinu af leiknum og unnu á endanum 22 stiga sigur, 98-76. Með honum jafnaði ÍR Grindavík að stigum í deildinni. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í kvöld var mjög jafn. ÍR-ingar byrjuðu betur og leiddu stærstan hluta fyrri hálfleiks en munurinn var aldrei meiri en sjö stig. Bæði lið hittu afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna (átján og 25 prósent) en ÍR-ingar klikkuðu varla á skoti inni í teig (75 prósent). Staðan í hálfleik var 46-42, ÍR í vil. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en síðan kom frábær 14-0 kafli hjá ÍR sem náði heljartaki á leiknum og lét það ekkert af hendi. ÍR vann 3. leikhlutann, 29-16, og leiddi með sautján stigum fyrir lokaleikhlutann, 75-58. Það bil náði Grindavík aldrei að brúa. Grindvíkingar áttu eitt ágætis áhlaup og minnkuðu muninn í níu stig, 83-74. Þá tók Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga, leikhlé. Í kjölfar þess skoraði Sæþór Elmar Kristjánsson þriggja stiga körfu eftir enn eitt sóknarfrákast heimanna og kláraði í raun leikinn. ÍR skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum leiksins og vann á endanum 22 stiga sigur, 98-76. Everage Richardson skoraði 23 stig fyrir ÍR, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar.vísir/hulda margrét Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar töpuðu boltanum aðeins þrisvar sinnum í leiknum sem er ótrúleg tölfræði. Á meðan voru þeir með 23 stoðsendingar. Skotnýting ÍR fyrir utan batnaði í seinni hálfleik og þá varnarleikur Breiðhyltinga líka sterkari en í þeim fyrri. Svæðisvörn þeirra gaf góða raun og þá pressuðu þeir á köflum vel. Hverjir stóðu upp úr? Grindvíkingar réðu lítið við bakvarðatvennu ÍR-inga, þá Everage Richardson og Evan Singletary. Richardson var með 23 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar og Singletary skoraði 21 stig og gaf sex stoðsendingar. Fátt gekk upp hjá Sigvalda Eggertssyni í fyrri hálfleik en hann var hrikalega flottur í þeim seinni og endaði með fjórtán stig og sjö fráköst. Collin Pryor heldur svo áfram að spila vel og skilaði fimmtán stigum og tíu fráköstum. Ólafur Ólafsson var besti leikmaður Grindavíkur en hann skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Hvað gekk illa? Grindvíkingar náðu engan veginn að fylgja eftir sigrinum góða á Stjörnumönnum í síðustu umferð. Þeir voru voru ágætir í fyrri hálfleik en slakir og hálf linir í þeim seinni. Eric Wise átti ekkert sérstakan leik og Grindavík þarf að fá miklu meira frá honum. Kristinn Pálsson og Joonas Jarvelainen geta líka miklu betur en þeir sýndu í kvöld. Hvað gerist næst? Síðasti leikur beggja liða fyrir landsleikjahléið er á mánudaginn. ÍR sækir þá Stjörnuna heim á meðan Grindavík fær KR í heimsókn. Kristjana: Fórum að spila vörn Kristjana Eir Jónsdóttir var á því að bætt vörn í seinni hálfleik hefði skilað ÍR stigunum tveimur.stöð 2 Kristjana Eir Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari ÍR, var að vonum kát í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigum ÍR-ingar á bensíngjöfina og tóku völdin í 3. leikhluta. „Við fórum að spila vörn. Við héldum þeim í sextán stigum í 3. leikhluta. Við fórum að spila svæðisvörn og pressa meira en við gerðum í fyrri hálfleik og tókum eiginlega stjórnina,“ sagði Kristjana. ÍR hitti mjög illa fyrir utan í fyrri hálfleik en Kristjönu fannst liðið samt fá fín skot. Hún sagði samt að vörnin hefði verið lykilinn að sigrinum. „Ég er á því ef maður spilar vörn kemur takturinn í sókninni með og það verður auðveldara að setja skotin niður. Og það gerðist eins og ég hélt,“ sagði Kristjana. Hún vonast til að ÍR-ingar séu nú komnir á beinu brautina en þeir hafa verið nokkuð óstöðugir það sem af er tímabili. „Við ætlum alltaf að vernda heimavöllinn og við vonumst til að fara á smá skrið með þessum sigri, við náum nokkrum sigurleikjum og skríðum upp töfluna,“ sagði Kristjana að lokum. Daníel: Ólýsanlega svekktur með það Daníel Guðni Guðmundsson var ekki sáttur með sína menn í kvöld.vísir/hulda margrét Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera hamingjusamur eftir tapið fyrir ÍR í kvöld. „ÍR-inga virtist langa miklu meira til að vinna þennan leik. Við vorum mjög linir í öllum okkar aðgerðum,“ sagði Daníel eftir leik. Hann var sérstaklega ósáttur með hversu mörg sóknarfráköst ÍR-ingar tóku í leiknum. „Þetta var galið, algjörlega galið. Ég er ólýsanlega svekktur með það. Þú vinnur ekki marga körfuboltaleiki þegar hitt liðið fær endalaus tækifæri í sókn. Þetta var mjög slakt.“ Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku ÍR-ingar fram úr Grindvíkingum í 3. leikhluta sem þeir unnu, 29-16. Eftir það var róður gestanna mjög þungur. „Við flýttum okkur alltof mikið gegn pressunni og svæðisvörninni þeirra. Við ætluðum að reyna að komast í gegnum það með einhverju drippli. Það gekk ekki. Þeir komu út í svæðisvörn í 3. leikhluta eins og þeir hafa gert og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það, taldi ég. En það var mjög veikt hvernig við lokuðum okkar sóknaraðgerðum,“ sagði Daníel. Grindavík vann frábæran sigur á Stjörnunni í síðustu umferð en tók skref til baka í kvöld sem Daníel var svekktur með. „Algjörlega, því okkur langar að tengja saman sigurleiki og fá tvö stig í hvert skipti. En þetta er langt en knappt tímabil og það koma góðir og slakir leikir inn á milli,“ sagði Daníel. „Mér fannst þetta lélegt, bara mjög lélegt.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti