Sport

Bannað að skjóta úr fallbyssunum ef Tampa Bay skorar í Super Bowl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er sjóræningjaskip á öðrum enda Raymond James leikvangsins en það má ekki skjóta úr fallbyssunum á sunnudagskvöldið.
Það er sjóræningjaskip á öðrum enda Raymond James leikvangsins en það má ekki skjóta úr fallbyssunum á sunnudagskvöldið. Getty/ James Gilbert

Tampa Bay Buccaneers er fyrsta liðið í sögunni sem spilar á heimavelli í Super Bowl en leikurinn um Ofurskál NFL-deildarinnar fer fram á Raymond James leikvanginum á sunnudagskvöldið.

Flest bandarísk félög reyna að skapa sér sérstöðu á heimavöllum sínum. Það er auðvitað Skol-víkingaklapp hjá Minnesota Vikings liðinu og sundlaug í stúkunni hjá Jacksonville Jaguars sem dæmi.

Super Bowl leikurinn fer alltaf fram á heimavelli eins liðsins í deildinni og því hafa fjöldamörg lið fengið tækifæri til að tryggja sér heimaleik í Super Bowl.

Tampa Bay Buccaneers varð fyrsta liðið til að komast alla leið og það á fyrsta tímabili Tom Brady hjá liðinu.

Sérstaka heimavallar Tampa Bay Buccaneers er að það eru fallbyssur í sjóræningjaskipi á leikvanginum í tilefni þess að liðið er skýrt eftir Buccaneers eða sjóræningjum upp á íslensku.

Þegar Tampa Bay Buccaneers skorar í sínum heimaleikjum þá er skotið úr þessum fallbyssum. Nú hefur NFL-deildin ákveðið að banna slík fallbyssuskot í þessum Super Bowl.

NFL er að reyna að gera leikvanginn eins hlutlausan og hægt er þrátt fyrir að annað liðið sé heimaliðið. Þess vegna ákvað deildin að bann þessar fallbyssur í leiknum á sunnudaginn.

Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunin hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×