Markalaust hjá Úlfunum og Refunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2021 16:10 Lýsandi fyrir leik dagsins. EPA-EFE/Michael Regan Wolverhampton Wanderers og Leicester City gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wolves vann 2-1 sigur á Arsenal í síðustu umferð og komu því fullir sjálfstraust inn í leik dagsins gegn öflugu liði Leicester City. Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda og leit ekkert mark dagsins ljós en alls fóru fjögur gul spjöld á loft. Leicester er því nú í 3. sæti með 43 stig en Wolves eru í 14. sæti með 27 stig. Enski boltinn Fótbolti
Wolverhampton Wanderers og Leicester City gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wolves vann 2-1 sigur á Arsenal í síðustu umferð og komu því fullir sjálfstraust inn í leik dagsins gegn öflugu liði Leicester City. Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda og leit ekkert mark dagsins ljós en alls fóru fjögur gul spjöld á loft. Leicester er því nú í 3. sæti með 43 stig en Wolves eru í 14. sæti með 27 stig.