„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:00 Vilhjálmur Kári segir ekkert annað en titilbaráttu koma til greina hjá Blikum næsta sumar þó svo að fjórar landsliðskonur séu horfnar á braut. Stöð 2 Sport „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. „Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35