„Byrjað að sjást í ána þar sem sást ekki í hana áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2021 13:42 Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa staðið vaktina við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Brynjar Vatnshæðin við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað síðan í gær. Hætta er þó enn talin á krapahlaupum í ánni og er eftirlit við brúna. Eftirlitsmenn á vegum Vegagerðarinnar fylgjast með umferð um brúna alla helgina en aðeins er hægt að aka yfir hana frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Brynjar Örn Ástþórsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík er nú á svæðinu og segir hann enn hættu vegna klakastíflunnar sunnan við brúna. „Það er auðvitað enn þá bara rosalega mikill klaki. Bara þak yfir þessu öllu saman. Hún er eitthvað aðeins að byrja að opna sig þarna að ofanverðu og það getur að minni bestu vitund verið gott merki og það getur líka verið slæmt merki. Það er enn þá að koma krapi þarna niður og það sást á myndum sem voru teknar þarna í gær,“ segir Brynjar. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar þá hefur vatnshæðin lækkað við brúna síðan í gær en er nú rúmir 470 sentimetrar. „Það er búið að hengja utan í brúna brúsa. Maður hefur séð að spottarnir eru stundum slakir og stundum bara sterktir. Þannig þetta er að hækka og lækka.“ Brynjar segir nú sjást í ána þar sem ekki sást í hana áður. „Það eru komin göt þar sem voru ekki göt áður.“ Erfitt er að meta nú hversu lengi takmarkanir verða á umferð yfir brúna. „Það er eiginlega alveg ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður metið aftur betur á mánudaginn.“ Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30 Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12 Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Eftirlitsmenn á vegum Vegagerðarinnar fylgjast með umferð um brúna alla helgina en aðeins er hægt að aka yfir hana frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Brynjar Örn Ástþórsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík er nú á svæðinu og segir hann enn hættu vegna klakastíflunnar sunnan við brúna. „Það er auðvitað enn þá bara rosalega mikill klaki. Bara þak yfir þessu öllu saman. Hún er eitthvað aðeins að byrja að opna sig þarna að ofanverðu og það getur að minni bestu vitund verið gott merki og það getur líka verið slæmt merki. Það er enn þá að koma krapi þarna niður og það sást á myndum sem voru teknar þarna í gær,“ segir Brynjar. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar þá hefur vatnshæðin lækkað við brúna síðan í gær en er nú rúmir 470 sentimetrar. „Það er búið að hengja utan í brúna brúsa. Maður hefur séð að spottarnir eru stundum slakir og stundum bara sterktir. Þannig þetta er að hækka og lækka.“ Brynjar segir nú sjást í ána þar sem ekki sást í hana áður. „Það eru komin göt þar sem voru ekki göt áður.“ Erfitt er að meta nú hversu lengi takmarkanir verða á umferð yfir brúna. „Það er eiginlega alveg ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður metið aftur betur á mánudaginn.“
Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30 Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12 Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21
Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30
Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12
Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32
Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54