Enski boltinn

Gylfi Þór náði mögnuðum á­fanga á Old Traf­ford í gær

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í gær.
Gylfi Þór í leiknum í gær. Tony McArdle/Getty Images

Þegar Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Everton í 3-3 jafntefli þeirra við Manchester United í gærkvöld var hann að leika sinn 400. deildarleik á ferlinum. Eitthvað sem ekki margir Íslendingar hafa gert áður.

Gylfi Þór átti fínan leik og fékk hann sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo.

„Gylfi kom inn á sterka miðju og stóð sig vel á þeim tíma sem hann fékk á vellinum,“ var sagt um frammistöðu íslenska miðjumannsins í gær.

Eins og áður sagði var Gylfi að leika sinn 400. deildarleik á ferlinum og er hann 28. knattspyrnumaðurinn frá Íslandi sem nær þeim áfanga.

Gylfi Þór hefur leikið flesta sína leiki í ensku úrvalsdeildinni eða 302 talsins. Lék hann 42 leiki í ensku B-deildinni, fimmtán í ensku C-deildinni og fimm í ensku D-deildinni. Þá lék hann einnig 36 leiki í þýsku úrvalsdeildinni.

Everton er sem stendur í 6. úrvalsdeildarinnar með 37 stig, þremur stigum á eftir Liverpool sem er í 4. sætinu. Gylfi Þór og félagar eiga hins vegar tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×