Er hún annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Selfoss á jafn mörgum dögum en Eva Núra Abrahamsdóttir samdi við félagið í gær.
Hin 29 ára gamla Preuss mun fylla skarð Kaylan Marckese sem lék með Selfyssingum á síðustu leiktíð. Kaylan var einn af betri markvörðum deildarinnar og því ákvað Selfoss að vanda valið. Hún hefur nú samið við HB Köge, topplið dönsku úrvalsdeildarinnar.
Preuss er eins og áður sagði einkar reyndur markvörður en ásamt því að hafa spilað með Liverpool hefur hún leikið með Sunderland sem og í sænsku úrvalsdeildinni. Þá lék hún með Frankfurt, Hoffenheim og Duisburg í Þýskalandi.
„Við erum mjög spennt að fá Anke til okkar. Þetta er leikmaður með mikla og góða reynslu og á örugglega eftir að reynast okkur vel. Við höfum skoðað markvarðarmálin vel og ég er sannfærður um að það að við erum að fá virkilega góðan leikmann til liðs við okkur,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, er tilkynnt var um komu Preuss.