Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 17:55 Í hópnum voru John Snorri Sigurjónsson, feðgarnir Ali og Sajid Sadpara og Juan Pablo Mohr frá Chile. Getty Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Frá þessu greinir pakistanski miðillinn The Nation en Sadpara kom fram á stuttum blaðamannafundi í borginni Skardu fyrir skömmu. Sagði hann að björgunaraðgerðir ættu að snúast um að finna líkamsleifar en líkurnar á því að einhver gæti komist lífs af eftir þriggja daga dvöl í 8 þúsund metra hæða væru litlar sem engar. „Því miður var ég án súrefnis og í 8.200 metra hæð um vetur. Mér fannst það hafa áhrif á líkamlega heilsu mína og andlega heilsu. Faðir minn sagðist vera með annan súrefniskút sem ég ætti að nota en þegar ég fór að setja á mig súrefnisgrímuna þá lak hún. Þannig að ég fór niður,“ sagði Sadpara á blaðamannafundinum. Sajid Sadpara son of Ali Sadpara said that #alisadpara and the other two climbers have done the K2 summit and on their return, they may have an accident. #K2WinterExpedition pic.twitter.com/kjEbnpEigX— Skardu.pk (@Skardu_GB) February 7, 2021 Hann sagðist síðasta hafa séð til föður síns við svokallaðan „flöskuháls“, sem er í um 8.200 til 8.300 metra hæð. „Ég held að hann hafi náð toppnum og verið á leið til baka. Það var vindasamt þessa nótt, sem hlýtur að hafa skapað vandamál.“ Forsætisráðherrann Imran Khan er sagður fylgjast náið með þróun mála og þá sagðist forsetinn Arif Alvi á laugardag biðja fyrir því að mennirnir fyndust heilir á húfi. PM @ImranKhanPTI & COAS Gen Qamar Bajwa are concerned and personally following all developments regarding our missing mountaineers. High alt porters & Lama helis will restart search at the crack of dawn.Prayers needed from everyone for their safe return!#k2winterexpedition2021— Sayed Z Bukhari (@sayedzbukhari) February 6, 2021 Pakistan Utanríkismál Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. 6. febrúar 2021 23:18 „Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. 6. febrúar 2021 20:02 Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun. 6. febrúar 2021 13:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Frá þessu greinir pakistanski miðillinn The Nation en Sadpara kom fram á stuttum blaðamannafundi í borginni Skardu fyrir skömmu. Sagði hann að björgunaraðgerðir ættu að snúast um að finna líkamsleifar en líkurnar á því að einhver gæti komist lífs af eftir þriggja daga dvöl í 8 þúsund metra hæða væru litlar sem engar. „Því miður var ég án súrefnis og í 8.200 metra hæð um vetur. Mér fannst það hafa áhrif á líkamlega heilsu mína og andlega heilsu. Faðir minn sagðist vera með annan súrefniskút sem ég ætti að nota en þegar ég fór að setja á mig súrefnisgrímuna þá lak hún. Þannig að ég fór niður,“ sagði Sadpara á blaðamannafundinum. Sajid Sadpara son of Ali Sadpara said that #alisadpara and the other two climbers have done the K2 summit and on their return, they may have an accident. #K2WinterExpedition pic.twitter.com/kjEbnpEigX— Skardu.pk (@Skardu_GB) February 7, 2021 Hann sagðist síðasta hafa séð til föður síns við svokallaðan „flöskuháls“, sem er í um 8.200 til 8.300 metra hæð. „Ég held að hann hafi náð toppnum og verið á leið til baka. Það var vindasamt þessa nótt, sem hlýtur að hafa skapað vandamál.“ Forsætisráðherrann Imran Khan er sagður fylgjast náið með þróun mála og þá sagðist forsetinn Arif Alvi á laugardag biðja fyrir því að mennirnir fyndust heilir á húfi. PM @ImranKhanPTI & COAS Gen Qamar Bajwa are concerned and personally following all developments regarding our missing mountaineers. High alt porters & Lama helis will restart search at the crack of dawn.Prayers needed from everyone for their safe return!#k2winterexpedition2021— Sayed Z Bukhari (@sayedzbukhari) February 6, 2021
Pakistan Utanríkismál Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. 6. febrúar 2021 23:18 „Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. 6. febrúar 2021 20:02 Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun. 6. febrúar 2021 13:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28
Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. 6. febrúar 2021 23:18
„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. 6. febrúar 2021 20:02
Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun. 6. febrúar 2021 13:53