Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2021 00:00 Margir voru orðnir langeygðir eftir opnun skemmtistaða og öldurhúsa, ekki síst rekstraraðilar þeirra. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26