Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 04:13 Tom Brady heldur á dóttur sinni Vivian Lake Brady á verðlaunapallinum en hann hefur orðið fjórum sinnum meistari síðan að hún fæddist þegar hann var 35 ára gamall. AP/Gregory Bull Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. „Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg NFL Ofurskálin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
„Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg
NFL Ofurskálin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira