Sakar Val um „algjöra meðalmennsku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Illa hefur gengið hjá Val að undanförnu. vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson skilur ekki hvað Valsmönnum gengur til og sakar þá um meðalmennsku. Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í Domino's deild karla í gær, 85-78. Þetta var þriðja tap Valsmanna í röð en þeir eru í 10. sæti deildarinnar með einungis sex stig. Valsmenn gerðu sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu meðal annars Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá KR og Sinisa Bilic frá Tindastóli. Þá tók Finnur Freyr Stefánsson við þjálfun liðsins. Valur er hins ekki enn kominn með bandarískan leikmann og Jón Halldór skilur ekki af hverju liðið er ekki tilbúið. „Þú þarft að móta liðið þitt. Það er ekki búið að móta þetta Valslið. Þeir fá inn einhverja leikmenn, Kristó fer meiddur. Jón Arnór var í ágætis takti í dag [í gær], Pavel ekki en við vitum alveg hversu góður hann er,“ sagði Jón Halldór í Domino's Tilþrifunum í gær. Klippa: Domino's Tilþrifin - Umræða um Val „Þeir eru ekki með bandarískan leikmann og svo er Kristó meiddur. Þetta er vesen. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að gera meira til að móta liðið sitt. Ég er ekki viss um að Jón Arnór, Pavel og Kristó séu þarna bara til að fá matarmiða. Þetta kostar fullt af peningum. Farðu inn í helvítis mótið og reyndu að vinna það. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi keypt þessa gæja til þess. Mér finnst þetta algjör meðalmennska og þú vinnur ekkert í meðalmennsku, ekki einu sinni í Ólsen.“ Síðasti leikur Vals fyrir landsleikjahléið er gegn toppliði Keflavíkur á föstudagskvöldið. Valsmenn fá þá tækifæri til að vinna aðeins annan heimaleikinn á tímabilinu. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30 Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í Domino's deild karla í gær, 85-78. Þetta var þriðja tap Valsmanna í röð en þeir eru í 10. sæti deildarinnar með einungis sex stig. Valsmenn gerðu sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu meðal annars Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá KR og Sinisa Bilic frá Tindastóli. Þá tók Finnur Freyr Stefánsson við þjálfun liðsins. Valur er hins ekki enn kominn með bandarískan leikmann og Jón Halldór skilur ekki af hverju liðið er ekki tilbúið. „Þú þarft að móta liðið þitt. Það er ekki búið að móta þetta Valslið. Þeir fá inn einhverja leikmenn, Kristó fer meiddur. Jón Arnór var í ágætis takti í dag [í gær], Pavel ekki en við vitum alveg hversu góður hann er,“ sagði Jón Halldór í Domino's Tilþrifunum í gær. Klippa: Domino's Tilþrifin - Umræða um Val „Þeir eru ekki með bandarískan leikmann og svo er Kristó meiddur. Þetta er vesen. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að gera meira til að móta liðið sitt. Ég er ekki viss um að Jón Arnór, Pavel og Kristó séu þarna bara til að fá matarmiða. Þetta kostar fullt af peningum. Farðu inn í helvítis mótið og reyndu að vinna það. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi keypt þessa gæja til þess. Mér finnst þetta algjör meðalmennska og þú vinnur ekkert í meðalmennsku, ekki einu sinni í Ólsen.“ Síðasti leikur Vals fyrir landsleikjahléið er gegn toppliði Keflavíkur á föstudagskvöldið. Valsmenn fá þá tækifæri til að vinna aðeins annan heimaleikinn á tímabilinu. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30 Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30
Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49