Íslenskum landsliðsmanni hent út úr hóp eftir ósætti á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:00 Mikael Neville Anderson og Sory Kaba sjást hér í leik FC Midtjylland og Liverpool í Meistaradeildinni. Mikael Neville kvartar við dómara leiksins. EPA-EFE/Bo Amstrup Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson missti af mikilvægum leik FC Midtjylland í toppbaráttu dönsku deildarinnar í gærkvöldi. Það voru þó ekki meiðsli sem héldu honum frá leiknum. Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019. Danski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019.
Danski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn