Allir búnir að gleyma ofbeldismáli í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 13:01 Konurnar voru skýrar og samhljóma í skýrslu hjá lögreglu umrædda nótt. Rúmum tveimur árum síðar sögðust þær ekki muna neitt. Vísir/Vilhelm Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa veist að tveimur konum á heimili þeirra í Heimaey árið 2018. Konurnar lýstu báðar líkamsárás af hálfu karlmannsins á vettvangi og hjá lögreglu umrædda nótt. Sömuleiðis ýtti framburður karlmanns sem mætti á vettvang undir að karlmaðurinn hefði ráðist á konurnar. Fyrir dómi sögðust báðar konurnar og karlmennirnir svo til ekkert muna eftir atburðum næturinnar. Önnur konan sagði ekki til vont bein í meintum árásarmanni. Karlmaðurinn sem mætti á vettvang sagðist nú ekkert muna vegna neyslu en bar umrædda nótt að hafa verið allsgáður heima hjá sér. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur ekki fram hver tengsl karlmannsins við konurnar tvær voru. Önnur konan, sem átti hund, virðist hafa átt húsnæðið og hin konan og ákærði búið þar líka. Var karlmaðurinn ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að annarri konunni, hrint henni og í kjölfarið hrint hinni konunni í sófa og slegið hana hnefahöggi í andlitið. Skömmu síðar hafi hann hent sófaborði í konurnar og ýtt þá sem hann hafði kýlt utan í vegg í eldhúsi þannig að hún skall með höfuðið í vegginn og datt á gólfið. Sló ákærði hana einu hnefahöggi, eins og segir í ákæru. Atburðurinn átti sér stað að næturlagi árið 2018 en málið var ekki þingfest fyrr en í maí 2020. Grátandi fyrir utan húsið Í skýrslu lögreglu kom fram að tveir lögreglumenn hefðu farið á vettvang og hitt tvær konur grátandi fyrir utan húsið. Framburður þeirra var eins. Karlmaðurinn hefði hringt í þær, þar sem þær hefðu verið úti að skemmta sér, og sagt að hundurinn hefði sloppið út og væri týndur. Þær hafi farið heim, fundið ákærða rænulausan á eldhúsgólfinu sökum ölvunar og getað vakið hann. Þær hafi farið að leita að hundinum en án árangurs. Þegar heim var komið var ákærði vaknaður og alveg brjálaður að þeirra sögn. Hann hafi ráðist á þær með höggum og spörkum í takt við fyrrnefndar lýsingar. Annar karlmaður hafi mætt á vettvang og náð að draga ákærða frá konunum og upp á loft. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við ákærða sem neitaði ásökunum og að koma sjálfviljugur á lögreglustöðina. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Þangað komu konurnar, gáfu aftur skýrslu í takti við fyrri lýsingar. Taldi þær vera að saka sig um dýraníð Hinn karlmaðurinn sagðist hafa verið heima hjá sér allsgáður að horfa á sjónvarp þegar ákærði hefði hringt í hann og sagst hafa týnt hundi annarrar konunnar. Karlmaðurinn sagðist vita til þess að ákærði og konan sem átti hundinn hefðu rifist fyrr um kvöldið og konurnar svo farið á Lundann. Karlmaðurinn hringdi í konuna og lét vita af hundavandamálinu. Nokkru síðar hringdi hann í ákærða og heyrði læti. Hefði hann talið að sjónvarpið hefði brotnað. Fór hann þá á heimilið og þá séð ákærða halda báðum höndum í fatnað konunnar sem átti hundinn og með hendur út réttar. Hann hafi tekið utan um ákærða og farið með hann frá konunni og í herbergið hans á 2. hæðinni. Ákærði hafi verið mjög drukkinn, grátið og sagst ekki vita hvað hefði gerst. Konurnar hefðu sagt honum frá málavöxtum. Þær hefðu spurt ákærða hvort hann hefði hrætt hundinn eða meitt sem hafi orðið til þess að hundurinn hafi farið í burtu. Ákærði hafi tekið því eins og verið væri að saka hann um dýraníð og orðið æstur. Sagðist ekki gera þannig Karlmaðurinn sagðist ekki vita nákvæmlega hvað hefði gerst. Ákærði hefði þó brotið sjónvarpið og sófaborðið. Sömuleiðis náttborð í svefnherberginu. Þær hafi sagt að ákærði hafi slegið aðra konuna hnefahöggi í andlit. Hin konan hafi verið rauð og aum í vinstra hné og með marblett á rassi eftir átökin. Þá hafi verið áverkar á ákærða sem hafi verið að kýla í veggi og skápa í svefnherberginu. Hann kvaðst ekki vita til þess að karlmaðurinn hefði áður lagt hendur á konuna sem hann kýldi að þeirra sögn tvisvar í andlitið með hnefanum. Ákærði sagði við skýrslutöku daginn eftir muna eftir að hafa sofið áfengissvefni á eldhúsgólfinu heima hjá sér. Önnur konan hafi verið að rífa í hann og hundurinn verið farinn. Hann myndi ekki eftir að hafa ráðist á konurnar og kvaðst ekki gera þannig. Næst myndi hann eftir að lögregla var að setja hann í handjárn í svefnherberginu. Kannaðist ekki við að húsmunir hefðu eyðilagst Í stuttu máli má segja að framburður kvennanna og karlmannsins sem mætti á vettvang hafi gjörbreyst þegar málið var flutt í dómsal tveimur árum síðar. Ákærði sagðist áfram ekki muna mikið en rámaði í einhver leiðindi án þess að geta útskýrt það nánar. Þá kannaðist hann ekki við að húsmunir hefðu eyðilagst á heimilinu. Tók hann fram að hann hefði verið í mikilli lyfjaneyslu á þessum tíma. Hann myndi ekki einu sinni eftir skýrslunni sem hann gaf daginn eftir. Konan sem átti hundinn sagði þau öll hafa verið í mjög annarlegu ástandi. Þetta hefði gerst um nótt og tók fram að um algjört einsdæmi væri að ræða. Sprottið upp úr rifrildi og vildi að ekkert yrði gert úr málinu. Hún hafi orðið hissa þegar ákæra var gefin út. Enginn myndi hvað gerðist þetta kvöld og henni þætti það ekki alvarlegt. Ákærði ætti ekki skilið refsingu enda hafi hann farið í meðferð og væri allt annar maður. „Ekki vont bein í manninum“ Annar mundi hún ekki eftir að ákærði hefði lagt á hana hendur. Þau hefðu verið á þriggja daga djammi án svefns. Ekki væri til vont bein í manninum. Auk áfengis hefðu þau neytt fíkniefna. Hún myndi ekki eftir neinu af því sem lýst var í ákæru. Sagðist hún vera að segja satt fyrir dómi. Hún myndi ekki eftir að hundurinn hefði verið týndur og þá hefði ótiltekinn maður viðurkennt að hafa brotið sjónvarpið þetta kvöld og þegar greitt fyrir það. Sá hefði klínt því á ákærða að hann hefði brotið sjónvarpið. Hin konan lýsti líka „ógeðlega miklu ástandi“ og rámaði í að hafa farið á lögreglustöðina. Annars myndi hún ekkert og vísaði til neyslu. Hún kannaðist ekki við áverka og mundi ekkert af því sem minnst var á í ákærunni. Karlmaðurinn sem mætti á vettvang sagðist fyrir dómi hafa verið undir mjög miklum áhrifum umrætt sinn, bæði róandi og örvandi ásamt áfengi. Hann hafi verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Á vettvangi hafði hann þó tjáð lögreglu að hann væri allsgáður. Í raun myndi hann ekki neitt. Sögðust ætla að fá áverkavottorð Tveir lögreglumenn komu fyrir dóminn og lýstu tilkynningu um að verið væri að ganga í skokk á konunum. Lögregla hafi farið á vettvang og kveikt á búkmyndavélum. Þar hafi konurnar verið utan dyra, grátandi og í nokkru uppnámi. Lýsingar lögreglu fyrir dómi á atburðum voru í takti við skýrslugjöf kvennanna umrædda nótt. Sögðu lögreglumennirnir konurnar hafa verið mjög samtaka í lýsingu sinni umrætt kvöld og í skýrslugjöf. Önnur konan hefði sagst vera marin á rasskinn og báðar sagst vera aumar hér og þar í skrokknum. Þær hefðu ætlað að fara daginn eftir að fá áverkavottorð og staðfesta kæru á hendur manninum. Hin konan hafi verið bólgin á gagnauga hægra megin. Afþökkuðu þær þó þjónustu félagsmálayfirvalda umrædda nótt. Minnisleysið ekki sérlega trúverðugt Héraðsdómur Suðurlands taldi framburð kvennanna fyrir dómi um minnisleysið ekki sérlega trúverðugan. Hvorug þeirra hefði þó lýst fyrir dómi neinu af því sem ákærði var borinn sökum um að hafa gert. Dómurinn taldi ljóst að eitthvað hefði gerst umrætt kvöld sem varð til þess að konurnar voru báðar grátandi er lögreglumenn mættu á vettvang. „Vera kann að atburðarásin hafi verið á þá lund sem lýst er í ákærunni, en um það nýtur þó einskis við nema framburðar brotaþola hjá lögreglu, sem þær hafa ekki staðfest fyrir dómi,“ segir í niðurstöðu Sigurðar G. Gíslasonar dómara. Þá væri ekki hægt að horfa fram hjá því að framburður kvennanna hjá lögreglu væri í takti við það sem þær sögðu á vettvangi hvor fyrir sig og hlustaði hvor á hina. Ekkert væri handfast um áverka sem þær hefðu fengið. Var karlmaðurinn því sýknaður af ákæru um að hafa ráðist á konurnar. Dómsmál Vestmannaeyjar Heimilisofbeldi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Fyrir dómi sögðust báðar konurnar og karlmennirnir svo til ekkert muna eftir atburðum næturinnar. Önnur konan sagði ekki til vont bein í meintum árásarmanni. Karlmaðurinn sem mætti á vettvang sagðist nú ekkert muna vegna neyslu en bar umrædda nótt að hafa verið allsgáður heima hjá sér. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur ekki fram hver tengsl karlmannsins við konurnar tvær voru. Önnur konan, sem átti hund, virðist hafa átt húsnæðið og hin konan og ákærði búið þar líka. Var karlmaðurinn ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að annarri konunni, hrint henni og í kjölfarið hrint hinni konunni í sófa og slegið hana hnefahöggi í andlitið. Skömmu síðar hafi hann hent sófaborði í konurnar og ýtt þá sem hann hafði kýlt utan í vegg í eldhúsi þannig að hún skall með höfuðið í vegginn og datt á gólfið. Sló ákærði hana einu hnefahöggi, eins og segir í ákæru. Atburðurinn átti sér stað að næturlagi árið 2018 en málið var ekki þingfest fyrr en í maí 2020. Grátandi fyrir utan húsið Í skýrslu lögreglu kom fram að tveir lögreglumenn hefðu farið á vettvang og hitt tvær konur grátandi fyrir utan húsið. Framburður þeirra var eins. Karlmaðurinn hefði hringt í þær, þar sem þær hefðu verið úti að skemmta sér, og sagt að hundurinn hefði sloppið út og væri týndur. Þær hafi farið heim, fundið ákærða rænulausan á eldhúsgólfinu sökum ölvunar og getað vakið hann. Þær hafi farið að leita að hundinum en án árangurs. Þegar heim var komið var ákærði vaknaður og alveg brjálaður að þeirra sögn. Hann hafi ráðist á þær með höggum og spörkum í takt við fyrrnefndar lýsingar. Annar karlmaður hafi mætt á vettvang og náð að draga ákærða frá konunum og upp á loft. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við ákærða sem neitaði ásökunum og að koma sjálfviljugur á lögreglustöðina. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Þangað komu konurnar, gáfu aftur skýrslu í takti við fyrri lýsingar. Taldi þær vera að saka sig um dýraníð Hinn karlmaðurinn sagðist hafa verið heima hjá sér allsgáður að horfa á sjónvarp þegar ákærði hefði hringt í hann og sagst hafa týnt hundi annarrar konunnar. Karlmaðurinn sagðist vita til þess að ákærði og konan sem átti hundinn hefðu rifist fyrr um kvöldið og konurnar svo farið á Lundann. Karlmaðurinn hringdi í konuna og lét vita af hundavandamálinu. Nokkru síðar hringdi hann í ákærða og heyrði læti. Hefði hann talið að sjónvarpið hefði brotnað. Fór hann þá á heimilið og þá séð ákærða halda báðum höndum í fatnað konunnar sem átti hundinn og með hendur út réttar. Hann hafi tekið utan um ákærða og farið með hann frá konunni og í herbergið hans á 2. hæðinni. Ákærði hafi verið mjög drukkinn, grátið og sagst ekki vita hvað hefði gerst. Konurnar hefðu sagt honum frá málavöxtum. Þær hefðu spurt ákærða hvort hann hefði hrætt hundinn eða meitt sem hafi orðið til þess að hundurinn hafi farið í burtu. Ákærði hafi tekið því eins og verið væri að saka hann um dýraníð og orðið æstur. Sagðist ekki gera þannig Karlmaðurinn sagðist ekki vita nákvæmlega hvað hefði gerst. Ákærði hefði þó brotið sjónvarpið og sófaborðið. Sömuleiðis náttborð í svefnherberginu. Þær hafi sagt að ákærði hafi slegið aðra konuna hnefahöggi í andlit. Hin konan hafi verið rauð og aum í vinstra hné og með marblett á rassi eftir átökin. Þá hafi verið áverkar á ákærða sem hafi verið að kýla í veggi og skápa í svefnherberginu. Hann kvaðst ekki vita til þess að karlmaðurinn hefði áður lagt hendur á konuna sem hann kýldi að þeirra sögn tvisvar í andlitið með hnefanum. Ákærði sagði við skýrslutöku daginn eftir muna eftir að hafa sofið áfengissvefni á eldhúsgólfinu heima hjá sér. Önnur konan hafi verið að rífa í hann og hundurinn verið farinn. Hann myndi ekki eftir að hafa ráðist á konurnar og kvaðst ekki gera þannig. Næst myndi hann eftir að lögregla var að setja hann í handjárn í svefnherberginu. Kannaðist ekki við að húsmunir hefðu eyðilagst Í stuttu máli má segja að framburður kvennanna og karlmannsins sem mætti á vettvang hafi gjörbreyst þegar málið var flutt í dómsal tveimur árum síðar. Ákærði sagðist áfram ekki muna mikið en rámaði í einhver leiðindi án þess að geta útskýrt það nánar. Þá kannaðist hann ekki við að húsmunir hefðu eyðilagst á heimilinu. Tók hann fram að hann hefði verið í mikilli lyfjaneyslu á þessum tíma. Hann myndi ekki einu sinni eftir skýrslunni sem hann gaf daginn eftir. Konan sem átti hundinn sagði þau öll hafa verið í mjög annarlegu ástandi. Þetta hefði gerst um nótt og tók fram að um algjört einsdæmi væri að ræða. Sprottið upp úr rifrildi og vildi að ekkert yrði gert úr málinu. Hún hafi orðið hissa þegar ákæra var gefin út. Enginn myndi hvað gerðist þetta kvöld og henni þætti það ekki alvarlegt. Ákærði ætti ekki skilið refsingu enda hafi hann farið í meðferð og væri allt annar maður. „Ekki vont bein í manninum“ Annar mundi hún ekki eftir að ákærði hefði lagt á hana hendur. Þau hefðu verið á þriggja daga djammi án svefns. Ekki væri til vont bein í manninum. Auk áfengis hefðu þau neytt fíkniefna. Hún myndi ekki eftir neinu af því sem lýst var í ákæru. Sagðist hún vera að segja satt fyrir dómi. Hún myndi ekki eftir að hundurinn hefði verið týndur og þá hefði ótiltekinn maður viðurkennt að hafa brotið sjónvarpið þetta kvöld og þegar greitt fyrir það. Sá hefði klínt því á ákærða að hann hefði brotið sjónvarpið. Hin konan lýsti líka „ógeðlega miklu ástandi“ og rámaði í að hafa farið á lögreglustöðina. Annars myndi hún ekkert og vísaði til neyslu. Hún kannaðist ekki við áverka og mundi ekkert af því sem minnst var á í ákærunni. Karlmaðurinn sem mætti á vettvang sagðist fyrir dómi hafa verið undir mjög miklum áhrifum umrætt sinn, bæði róandi og örvandi ásamt áfengi. Hann hafi verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Á vettvangi hafði hann þó tjáð lögreglu að hann væri allsgáður. Í raun myndi hann ekki neitt. Sögðust ætla að fá áverkavottorð Tveir lögreglumenn komu fyrir dóminn og lýstu tilkynningu um að verið væri að ganga í skokk á konunum. Lögregla hafi farið á vettvang og kveikt á búkmyndavélum. Þar hafi konurnar verið utan dyra, grátandi og í nokkru uppnámi. Lýsingar lögreglu fyrir dómi á atburðum voru í takti við skýrslugjöf kvennanna umrædda nótt. Sögðu lögreglumennirnir konurnar hafa verið mjög samtaka í lýsingu sinni umrætt kvöld og í skýrslugjöf. Önnur konan hefði sagst vera marin á rasskinn og báðar sagst vera aumar hér og þar í skrokknum. Þær hefðu ætlað að fara daginn eftir að fá áverkavottorð og staðfesta kæru á hendur manninum. Hin konan hafi verið bólgin á gagnauga hægra megin. Afþökkuðu þær þó þjónustu félagsmálayfirvalda umrædda nótt. Minnisleysið ekki sérlega trúverðugt Héraðsdómur Suðurlands taldi framburð kvennanna fyrir dómi um minnisleysið ekki sérlega trúverðugan. Hvorug þeirra hefði þó lýst fyrir dómi neinu af því sem ákærði var borinn sökum um að hafa gert. Dómurinn taldi ljóst að eitthvað hefði gerst umrætt kvöld sem varð til þess að konurnar voru báðar grátandi er lögreglumenn mættu á vettvang. „Vera kann að atburðarásin hafi verið á þá lund sem lýst er í ákærunni, en um það nýtur þó einskis við nema framburðar brotaþola hjá lögreglu, sem þær hafa ekki staðfest fyrir dómi,“ segir í niðurstöðu Sigurðar G. Gíslasonar dómara. Þá væri ekki hægt að horfa fram hjá því að framburður kvennanna hjá lögreglu væri í takti við það sem þær sögðu á vettvangi hvor fyrir sig og hlustaði hvor á hina. Ekkert væri handfast um áverka sem þær hefðu fengið. Var karlmaðurinn því sýknaður af ákæru um að hafa ráðist á konurnar.
Dómsmál Vestmannaeyjar Heimilisofbeldi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira