„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 15:30 Aron Ómarsson og Sara Dís Hjaltested eru meiðal þeirra foreldra sem segja sögu sína í þáttunum Líf dafnar. Líf dafnar „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Rætt var um skilnaði foreldra í síðasta þætti af þáttunum Líf dafnar. Sara Dís Hjaltested og Aron Ómarsson eru fyrrverandi par og eignuðust þau eitt barn saman áður en leiðir þeirra skildu. Þau sögðu frá sinni reynslu í þættinum. Dómsmál og lögfræðingar „Við vorum ekkert sammála um hvar Ómar ætti að eiga heima og ýmsa þætti gagnvart því og þá einhvern veginn endaði þetta bara í kerfinu og okkur finnst okkur eiginlega bara hafa verið ýtt í stríð,“ segir Aron. Eftir skilnaðinn bjó Aron áfram í húsinu þeirra í Keflavík en Sara flutti í Garðabæ. „Lögheimilið getur bara verið á einum stað og við vildum bæði fá lögheimilið, alveg bara staðráðin í því,“ útskýrir Sara. Þau gagnrýna hvernig núverandi kerfi er á Íslandi og segja að ýmislegt þurfi að breytast, þar sem fyrirkomulagið sé ekki gott fyrir samskipti foreldra eftir skilnað. „Auðvitað vilja báðir fá lögheimilið en það er ekki hægt og þá þarf maður að fara í gegnum sáttameðferð og alls konar svoleiðis og ef að það næst ekki sátt að þá þarf að fara í dómsmál um lögheimilið. Þá hefst einmitt bara svona stríð,“ segir Sara. Í þeirra tilfelli varð lögfræðikostnaðurinn mikill. „Það er sett upp þannig að þú átt að skrifa greinagerð um af hverju þú átt að hafa lögheimilið, af hverju þú ert hæfari og eiginlega hversu ömurlegur hinn er sem að er kannski ekkert raunin. Af því að þú getur alltaf látið allt líta illa út ef þú vilt það.“ Aron og Sara segja að þeirra barátta um lögheimili barns eftir skilnað hafi verið kostnaðarsöm og erfið.Líf dafnar Báðir foreldrarnir eiga barnið Þau Aron og Sara Dís eiga í góðu foreldrasamstarfi í dag og eru meðal annars með sameiginlegar fjölskylduhefðir. Í byrjun hafi þetta þó verið erfitt út af því hvernig fyrirkomulagið varðandi lögheimili er í dag. Bara annað foreldri getur haft lögheimilið og þar með bókað læknistíma, leyst út lyfseðla fyrir barnið, sótt um frístundastyrki og svo framvegis. „Ég held að svona mál dragi bara fram það versta í fólki. Það eina sem ég átti að gera hjá sýslumanni var að skila inn bréfum um hvað hún var ömurleg og hvað ég var frábær“ segir Aron. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar. „Fólk þarf að átta sig á því að það eru báðir aðilar sem að eiga þetta barn. Auðvitað finnst þér þú alltaf vera betra foreldrið, þér finnst alltaf að barninu þínu líði betur hjá þér en hjá hinum.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem þau ræða stöðuna í dag og það sem þau lærðu á þessu ferli. Lokaþáttur Líf dafnar er á dagsskrá Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Líf dafnar - Sara Dís og Aron Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Rætt var um skilnaði foreldra í síðasta þætti af þáttunum Líf dafnar. Sara Dís Hjaltested og Aron Ómarsson eru fyrrverandi par og eignuðust þau eitt barn saman áður en leiðir þeirra skildu. Þau sögðu frá sinni reynslu í þættinum. Dómsmál og lögfræðingar „Við vorum ekkert sammála um hvar Ómar ætti að eiga heima og ýmsa þætti gagnvart því og þá einhvern veginn endaði þetta bara í kerfinu og okkur finnst okkur eiginlega bara hafa verið ýtt í stríð,“ segir Aron. Eftir skilnaðinn bjó Aron áfram í húsinu þeirra í Keflavík en Sara flutti í Garðabæ. „Lögheimilið getur bara verið á einum stað og við vildum bæði fá lögheimilið, alveg bara staðráðin í því,“ útskýrir Sara. Þau gagnrýna hvernig núverandi kerfi er á Íslandi og segja að ýmislegt þurfi að breytast, þar sem fyrirkomulagið sé ekki gott fyrir samskipti foreldra eftir skilnað. „Auðvitað vilja báðir fá lögheimilið en það er ekki hægt og þá þarf maður að fara í gegnum sáttameðferð og alls konar svoleiðis og ef að það næst ekki sátt að þá þarf að fara í dómsmál um lögheimilið. Þá hefst einmitt bara svona stríð,“ segir Sara. Í þeirra tilfelli varð lögfræðikostnaðurinn mikill. „Það er sett upp þannig að þú átt að skrifa greinagerð um af hverju þú átt að hafa lögheimilið, af hverju þú ert hæfari og eiginlega hversu ömurlegur hinn er sem að er kannski ekkert raunin. Af því að þú getur alltaf látið allt líta illa út ef þú vilt það.“ Aron og Sara segja að þeirra barátta um lögheimili barns eftir skilnað hafi verið kostnaðarsöm og erfið.Líf dafnar Báðir foreldrarnir eiga barnið Þau Aron og Sara Dís eiga í góðu foreldrasamstarfi í dag og eru meðal annars með sameiginlegar fjölskylduhefðir. Í byrjun hafi þetta þó verið erfitt út af því hvernig fyrirkomulagið varðandi lögheimili er í dag. Bara annað foreldri getur haft lögheimilið og þar með bókað læknistíma, leyst út lyfseðla fyrir barnið, sótt um frístundastyrki og svo framvegis. „Ég held að svona mál dragi bara fram það versta í fólki. Það eina sem ég átti að gera hjá sýslumanni var að skila inn bréfum um hvað hún var ömurleg og hvað ég var frábær“ segir Aron. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar. „Fólk þarf að átta sig á því að það eru báðir aðilar sem að eiga þetta barn. Auðvitað finnst þér þú alltaf vera betra foreldrið, þér finnst alltaf að barninu þínu líði betur hjá þér en hjá hinum.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem þau ræða stöðuna í dag og það sem þau lærðu á þessu ferli. Lokaþáttur Líf dafnar er á dagsskrá Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Líf dafnar - Sara Dís og Aron Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31
„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30
„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00
„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30