Larry Flynt, stofnandi Hustler, er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 23:46 Larry Flynt og klámleikkonan Alexis Texas í Los Angeles árið 2016. Getty/David Livingston Larry Flynt, hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og dó á heimili sínu í Los Angeles í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Flynt var að eigin sögn ötull verjandi málfrelsis. Hann var lengi einn af áhrifamestu mönnunum í klámiðnaði Bandaríkjanna en hann stofnaði Hustler árið 1974. Markmið hans var að gefa út grófara klámrit en Playboy og Penthouse og lýsti hann útgefendum þess sem teprum á árum áður, samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ítrekað kærður vegna tímaritsins og þurfti jafnvel að sitja í fangelsi. Árið 1978 reyndi árásarmaður að skjóta Flynt til bana en hann lamaðist í árásinni. Stærstu málaferlin gegn Flynt snerust um teiknimynd sem hann birti af sjónvarpsprestinum áhrifamikla Jerry Falwell, þar sem presturinn stærði sig af því að hafa haft mök við móður sína í kamri. Það mál fór fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna árið 1988 og þar var málflutningi Falwell hafnað alfarið. Vinsældir Flynt náðu líklegast hámarki við útgáfu kvikmyndarinnar The People Vs. Larry Flynt, sem Oliver Stone framleiddi og var í leikstjórn Miloš Forman. Woody Harrelson fór með hlutverk Flynt en sú mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Bandaríkin Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Flynt var að eigin sögn ötull verjandi málfrelsis. Hann var lengi einn af áhrifamestu mönnunum í klámiðnaði Bandaríkjanna en hann stofnaði Hustler árið 1974. Markmið hans var að gefa út grófara klámrit en Playboy og Penthouse og lýsti hann útgefendum þess sem teprum á árum áður, samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ítrekað kærður vegna tímaritsins og þurfti jafnvel að sitja í fangelsi. Árið 1978 reyndi árásarmaður að skjóta Flynt til bana en hann lamaðist í árásinni. Stærstu málaferlin gegn Flynt snerust um teiknimynd sem hann birti af sjónvarpsprestinum áhrifamikla Jerry Falwell, þar sem presturinn stærði sig af því að hafa haft mök við móður sína í kamri. Það mál fór fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna árið 1988 og þar var málflutningi Falwell hafnað alfarið. Vinsældir Flynt náðu líklegast hámarki við útgáfu kvikmyndarinnar The People Vs. Larry Flynt, sem Oliver Stone framleiddi og var í leikstjórn Miloš Forman. Woody Harrelson fór með hlutverk Flynt en sú mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Bandaríkin Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira