Sara með nýjan þjálfara og yfirgefur Ísland á næstunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir komst síðast á verðlaunpall á heimsleikunum árið 2016. Hún hefur síðan þá upplifað hver vonbrigðin á fætur öðrum á heimsleikunum en nú hefur hún fundið þjálfarann sem á að ná því besta út úr henni á úrslitastundu. Instagram/@wit.fitness Max El-Hag er nýi þjálfarinn sem á að hjálpa Söru Sigmundsdóttur upp úr öldudal heimsleikanna og koma henni aftur upp á verðlaunapall á heimsleikunum. Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir hefur nú opinberað miklar breytingar hjá sér en hún er núna búin að finna sér nýjan þjálfara eftir að hafa verið þjálfaralaus í nokkurn tíma. Sara hefur nefnilega verið sinn eigin þjálfari í rúmt ár en nú hefur Suðurnesjakonan ákveðið að taka algjör U-beygju á sínum ferli. Sara er ekki aðeins komin með nýjan þjálfara heldur ætlar hún einnig að skipta um umhverfi. Eftir mikil vonbrigði á heimsleikunum undanfarin ár þá er það á herðum hins 34 ára gamla Max El-Hag að rífa íslensku CrossFit stjörnuna upp úr öldudalnum. Sara hitti hann í fyrsta sinn árið 2017 og eyddi þá heilli viku í æfingbúðum hjá honum en var þá ekki tilbúin að stíga þetta skref. Morning Chalk Up sagði frá staðfestum þjálfaraskiptum og í fréttinni voru viðtöl við bæði Max El-Hag og Söru sjálfa. „Ég hef lært mikið af mistökunum mínum síðan þá (2017) en síðasta árið hef ég verið með svo mörg járn í eldinum, sem íþróttakona, námsmaður og fjölskyldumeðlimur og það varð bara of mikið. Það sem gerði þessa ákvörðun auðvelda núna var að ég var búin að reyna að vera alveg sjálfstæð lengi en var núna loksins tilbúin að hlusta það sem Max var að segja,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Max hefur búið til gott teymi í kringum sig og það sem ég elska við það að hann sækir í skoðanir frá öðrum og er óhræddur við að spyrja spurninga. Hann þarf ekki að vera þjálfarinn eða sérfræðingurinn á öllum sviðum,“ sagði Sara. „Hann er hreinskilinn og segir þér nákvæmlega það sem hann er að hugsa. Það er ekkert kjaftæði í gangi og ég elska það. Hann er óhræddur við að gagnrýna þig og er góður í að einfalda skilaboðin svo þú ofhugsir ekki hlutina,“ sagði Sara. Max El-Hag segir að það muni taka tíma að búa til gott samband og það taki lengri tíma en nokkra mánuði. Hann segir þó að fyrstu kynnin boði gott. „Við erum enn að læra að vinna saman og það getur verið erfitt fyrir íþróttamann að breyta æfingum sínum og því hvernig hann hugsar hlutina. Mér líður eins og hún sé að byrja að treysta mér,“ sagði Max El-Hag. Max El-Hag stofnaði Training Think Tank og hefur aðstöðu í Alpharetta í Georgíufylki. Einn af þeim sem Max þjálfar er Noah Ohlsen sem varð í öðru sæti á heimsleikunum árið 2019. Sara ræddi við Noah áður en hún tók þessa ákvörðun. „Noah (Ohlsen) var svolítið eins og ég. Það vissu allir hvað bjó í honum en hann var svo leiður og óttasleginn þegar hann var að keppa á heimsleikunum í stað þess að njóta þess að keppa. Þannig hefur mín tilfinning verið. Hann var að setja svo mikla pressu á sig sjálfan að hann myndi ekki ná sínu besta fram á úrslitastundu og ég tengdi við það,“ sagði Sara. „Ég er að byrja að treysta líkamanum mínum aftur um leið og ég er að reyna að bæta formið. Ég er líka að læra að treysta öðrum eftir að hafa verið minn eigin þjálfari í heilt tímabil,“ sagði Sara. Max El-Hag segir það góða auglýsingu fyrir sig að Sara skuli vilja fá hann sem þjálfara en það krefjist þess líka af hinum að einfalda skilaboðin. „Hún skorar á mig að endurhugsa mína aðferðafræði og tengir mig við breiðari hóp til að stækka Training Think Tank umhverfið,“ sagði Max El-Hag. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, auglýsti frétt Morning Chalk Up og staðfesti að Sara sé á leiðinni til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri til að æfa hjá Max El-Hag. Sara mun fara út til hans þegar heimurinn opnar á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir hefur nú opinberað miklar breytingar hjá sér en hún er núna búin að finna sér nýjan þjálfara eftir að hafa verið þjálfaralaus í nokkurn tíma. Sara hefur nefnilega verið sinn eigin þjálfari í rúmt ár en nú hefur Suðurnesjakonan ákveðið að taka algjör U-beygju á sínum ferli. Sara er ekki aðeins komin með nýjan þjálfara heldur ætlar hún einnig að skipta um umhverfi. Eftir mikil vonbrigði á heimsleikunum undanfarin ár þá er það á herðum hins 34 ára gamla Max El-Hag að rífa íslensku CrossFit stjörnuna upp úr öldudalnum. Sara hitti hann í fyrsta sinn árið 2017 og eyddi þá heilli viku í æfingbúðum hjá honum en var þá ekki tilbúin að stíga þetta skref. Morning Chalk Up sagði frá staðfestum þjálfaraskiptum og í fréttinni voru viðtöl við bæði Max El-Hag og Söru sjálfa. „Ég hef lært mikið af mistökunum mínum síðan þá (2017) en síðasta árið hef ég verið með svo mörg járn í eldinum, sem íþróttakona, námsmaður og fjölskyldumeðlimur og það varð bara of mikið. Það sem gerði þessa ákvörðun auðvelda núna var að ég var búin að reyna að vera alveg sjálfstæð lengi en var núna loksins tilbúin að hlusta það sem Max var að segja,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Max hefur búið til gott teymi í kringum sig og það sem ég elska við það að hann sækir í skoðanir frá öðrum og er óhræddur við að spyrja spurninga. Hann þarf ekki að vera þjálfarinn eða sérfræðingurinn á öllum sviðum,“ sagði Sara. „Hann er hreinskilinn og segir þér nákvæmlega það sem hann er að hugsa. Það er ekkert kjaftæði í gangi og ég elska það. Hann er óhræddur við að gagnrýna þig og er góður í að einfalda skilaboðin svo þú ofhugsir ekki hlutina,“ sagði Sara. Max El-Hag segir að það muni taka tíma að búa til gott samband og það taki lengri tíma en nokkra mánuði. Hann segir þó að fyrstu kynnin boði gott. „Við erum enn að læra að vinna saman og það getur verið erfitt fyrir íþróttamann að breyta æfingum sínum og því hvernig hann hugsar hlutina. Mér líður eins og hún sé að byrja að treysta mér,“ sagði Max El-Hag. Max El-Hag stofnaði Training Think Tank og hefur aðstöðu í Alpharetta í Georgíufylki. Einn af þeim sem Max þjálfar er Noah Ohlsen sem varð í öðru sæti á heimsleikunum árið 2019. Sara ræddi við Noah áður en hún tók þessa ákvörðun. „Noah (Ohlsen) var svolítið eins og ég. Það vissu allir hvað bjó í honum en hann var svo leiður og óttasleginn þegar hann var að keppa á heimsleikunum í stað þess að njóta þess að keppa. Þannig hefur mín tilfinning verið. Hann var að setja svo mikla pressu á sig sjálfan að hann myndi ekki ná sínu besta fram á úrslitastundu og ég tengdi við það,“ sagði Sara. „Ég er að byrja að treysta líkamanum mínum aftur um leið og ég er að reyna að bæta formið. Ég er líka að læra að treysta öðrum eftir að hafa verið minn eigin þjálfari í heilt tímabil,“ sagði Sara. Max El-Hag segir það góða auglýsingu fyrir sig að Sara skuli vilja fá hann sem þjálfara en það krefjist þess líka af hinum að einfalda skilaboðin. „Hún skorar á mig að endurhugsa mína aðferðafræði og tengir mig við breiðari hóp til að stækka Training Think Tank umhverfið,“ sagði Max El-Hag. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, auglýsti frétt Morning Chalk Up og staðfesti að Sara sé á leiðinni til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri til að æfa hjá Max El-Hag. Sara mun fara út til hans þegar heimurinn opnar á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira