Þrír svartir menn Róbert Marshall skrifar 11. febrúar 2021 12:01 Eftir að ég flutti þessa ræðu á 20 ára afmælishátíð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir tæpum tveimur árum kom Svavar Gestsson til mín og sagði: Þessa ræðu verður að birta. Hér með er orðið við því og um leið reynt að varpa ljósi á mína pólitísku sýn og erindi. Margt sem þarna er rætt um ber keim af umræðunni þau dægrin og þar á meðal upphafsorðin. Heiðraða flokkssamkoma, kæru vinir, Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur hvers vegna ég kem hingað dulbúinn sem ferðamaður eins og þið sjáið … það er bara til þess að ég þekkist ekki. Til hamingju með afmælið og takk fyrir að biðja mig um að tala hér í sjálfri veislunni - ég veit að enginn flokkur metur tíma í ræðupúlti til jafn mikilla verðmæta og flokksmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Þannig að þetta er mikill heiður og ég þarf að vanda mig. Ég var nefnilega beðinn um að segja ykkur hvað mér finndist um ykkur og fékk enginn nánari fyrirmæli um það. Það er hugrakkt og kannski er það, það fyrsta sem ég þarf að segja hér. Þið eruð hugrökk. Þið þorið. Þetta er auðvitað vinabragð og mér þykir vænt um það. Ræðan mín er líka eiginlega helguð vináttunni. Og hún er líka svolítið um sannleikann. Og fyrirgefninguna. Og breytingar. Okkur hættir til að finnast, í argaþrasi síðasta fésbókarhneykslisins, að ekkert breytist. Að stjórnmálin, sem breytingaafl sögunnar og samfélaganna, séu stöðnuð, föst í þunga kerfisins, skrifinnsku, útúrsnúningum, málalengingum. En þegar við horfum á stóru myndina og drögum lærdóm bara af atburðum úr eigin lífi getum við séð hvað einstaklingar og flokkar geta komið miklu til leiðar. Þegar ég fór að hugsa um sögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hvernig sá flokkur hefur birst mér í gegnum tíðina þá gat ég ekki annað en borið það saman við minn eigin lærdóm og þroskaferil. En ég verð eiginlega að fá að byrja þetta á því að velta fyrir mér hvar ég sjálfur var fyrir 20 árum þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð. Ég var nefnilega ekki á ósvipuðum stað og ég er núna. Hafði nýlega lokið pólitískum ferli sem ungliði í Alþýðubandalaginu og var að hasla mér völl á nýjum vettvangi sem fréttamaður. Áður tengdist ég beint atburðarrásinni sem leiddi til stofnunnar Samfylkingarinnar og VG. Þegar ég segi fyrri pólitíski ferillinn þá á ég við að ég kom fyrst á landsfund hjá Alþýðubandalaginu 1990. Flokkurinn í ríkisstjórn og sveitarstjórnarfólk sat um ráðherrana, sem voru bara karlar. Þetta var auðvitað í Rúgbrauðsgerðinni. Þetta var magnað. 1990 var ég 19 ára, næstum jafngamall VG í dag. Og ég var uppnuminn. Ég varð gagntekinn af pólítik uppfrá þessu, tók þátt í að stofna Verðandi, félag ungra alþýðubandalagsmanna. Og ´93 skipulagði ég og stofnaði, ásamt vinum mínum, hátt í þrjátíu manna félag ungra Alþýðubandalagsmanna í Vestmannaeyjum. Og þótti auðvitað einhverskonar kraftaverkamaður af flokksforystunni eftir það enda var þetta pólitísk naglasúpa sem var göldruð uppúr engu í bláasta bæli Íslands. Mér hefur verið jafnað við eldgosið og tyrkjaránið af sjálfstæðismönnum í Eyjum. Án djóks. Svo alvarleg var þessi gjörð. Pólitíska undrabarnið var þess vegna ráðið á flokksskrifstofuna í Reykjavík til þess meðal annars að finna og laða til samstarfs ungt fólk við Alþýðubandalagið. Ég varð því mjög fljótt lentur í hringamiðju ólgu og átaka milli Birtingar og Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, um sameiningu vinstri manna sem síðar leiddi til stofnunar Samfylkingarinnar og einnig Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 1998 sagði ég mig úr Alþýðubandalaginu. Flokksstarfið flæktist fyrir blaðamennskunni sem var orðin að ástríðu en ég var einnig orðin dauðþreyttur á símtölum, plottum, innanflokksátökum miðstjórnar, og landsfundum þar sem rifist var með krepptum hnefa og hnitmiðri tilvitnunum úr Njálu. Við ungliðarnir sem komum til þessa starfs í upphafi tíunda áratugarins gengum til liðs við hreyfingu sem var að mörgu leiti klofin og í upplausn. Það var mikið óyndi á milli hreyfinga og við fengum það í arf. Þegar Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð höfðu verið stofnaðar átti ég vini og samherja í báðum flokkum og uppstokkunin var klárlega af hinu góða. Skarpari áherslur og innbyrðis starfsfriður, að mestu, skilaði sér í auknu fylgi Vinstri manna, jafnaðarmanna. Þátttaka kvennalistans í Samfylkingunni og áhersla Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á það sem við í þá daga kölluðum gjarnan kvennfrelsi en tölum í dag um sem feminisma hefur á 20 árum gerbreytt bæði umræðu og veruleika þessara mála í víðum skilningi því þau ná nú til allrar kynvitundar. Þau hafa orðið að almennri viðurkenningu á rétti einstaklingsins til að vera það sem hann er og njóta sömu réttinda og allir aðrir. Umhverfisáherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem fundust hvergi í stjórnmálunum árið 1999, í að minnsta kosti ekki í neinni alvöru - eru á sama hátt orðin að viðurkenndri hugmynd og teygir anga sína inn í alla flokka. Það er jafnvel þannig Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er legið á hálsi að láta byggðasjónarmið vigta þyngra en umhverfismálin - þetta er vandi sem þið þekkið og engin ástæða til að nudda ykkur uppúr honum, á afmælinu ykkar. Þegar ég hóf svo síðari stjórnmálaferil minn, árið 2006, þá gat ég þess vegna vel hugsað mér að fara í framboð fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og Samfylkinguna. Evrópumálin urðu til þess að ég endaði Samfylkingarmegin varð varaþingmaður í tvö ár og aðstoðarmaður ráðherra þegar Samfylkingin starfaði með íhaldinu og svo þingmaður suður kjördæmis eftir hrun árið 2009 og þingmaður í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð frá 2013 til 2016. Ég er líka að fara yfir þetta vegna þess að ég hef, í þremur flokkum, verið ungliði, innanflokksmaður, á flokksskrifstofunni, aðstoðarmaður ráðherra, varaþingmaður, þingmaður, þingmaður utan flokka og þingflokksformaður og fréttamaður og flokksleysingi og það er útfrá þessari reynslu sem ég horfi á Vinstrihreyfingunar - grænt framboð - afmælisbarn dagsins og 20 ára sögu þessarar hreyfingar sem stundum er gagnrýnd fyrir sundurleysi og innanflokksátök en núna einna helst fyrir að starfa með hugmyndafræðilegum andstæðingi sínum og þá gjarnan af þeim sem hafa sjálfir starfað með þessum sama hugmyndafræðilega andstæðingi. Stjórnmálaflokkar eru heillandi fyrirbæri og Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þar engin undantekning. Eins og ég sé þetta þá eru flokkar samansafn einstaklinga með líkar skoðanir en ekki endilega alveg eins skoðanir. Allir samþykja þó, sem ganga í stjórnmálaflokka, að fylgja stefnu flokksins. Það er ekki vandamál fyrir venjulegan flokksmann að vera ósammála stefnunni í einhverjum atriðum en þegar um kjörinn fulltrúa er að ræða þá vandast málið. Það verður enn erfiðara þegar flokkur semur við annan flokk, gerir málamiðlanir, býr til stjórnarsáttmála. En svo eru tvær útgáfur til af hverjum stjórnmálaflokki og jafnvel fleiri. Stefnuskrár- og liðsheildarútgáfan, Þetta er semsagt hreyfingin. Flokkurinn sem íþróttaklúbbur sem haldið er með. Stundum birtast flokkarnir í þessu samhengi sínu eins og illa gift hjón sem hafa ákveðið að brosa útá við þó þau rífist daglega á heimavígstöðvunum. Það er jafnan landsbyggðarhluti og höfuðborgarhluti. Loks er sá hluti stjórnmálaflokksins sem tilheyrir veruleika starfsins, stjórnmálaarmur stjórnmálaflokksins. Innan hans þarf að ákveða hluti frá degi til dags. Þar koma að kjörnir einstaklingar með skoðanir, metnað, ólíka sýn, ólíkan bakgrunn, ólíka hagsmuni. Og þarna verður ágreiningur. Það er óhjákvæmilegt. Þarna takast á sjónarmið samvisku einstaklingsins og flokkshollustu. Flokkurinn gerir kröfu um hollustu - það þjónar stefnuskrár og liðsheildarhlutverkinu, og gerir formanni og forystu kleift að semja fyrir hönd flokksins. Á móti kemur sú kvöð þingmannsins að fara eftir eigin sannfæringu. Hann er fulltrúi kjósenda sinna og orðið fulltrúi er dregið af þeirri staðreynd að þeir sem kusu hann höfðu á honum fulla trú um að hann myndi fylgja sannfæringu sinni. Ég er að tala um þetta vegna þess að það voru nokkrar upplifanir á mínum stjórnmálaferli sem höfðu bein áhrif á skoðun mína á flokkshollustu og stjórnmálaflokkinn sem liðsheild - á kjörtímabilinu 2009 til 2013, viðskilnaður samfylkingarinnar við Ingibjörgu Sólrúnu og Steinunni Valdísi. Hollustan var í þeim tilfellum einstefnugata. Þú fylgir flokknum en svo ertu einn á báti ef gefur á hann. Upplifun mín, í allnokkru návígi, á villiköttunum í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á sama kjörtímabili - var líka svolítil opinberun. Þar gengur öfgarnar í hina áttina fannst mér. Þar var sem það væri á köflum orðið að sérstakri íþrótt að vera á móti eigin flokki og ríkisstjórn á úrslitastundu. Ekkert af þessu er í rauninni óeðlilegt eða óviðbúið. Það sem gerir stjórnmálalegan ágreining alltaf erfiðan eru persónur sem ná ekki að halda samskiptum og vináttu vegna skoðanamismunar. Það sem drap Alþýðubandalagið var helvítis óyndið sem komið var í flokkinn. Þetta hefur kennt mér að það er ekki hægt að þvinga neinn til að gera eitthvað sem hann vill ekki í pólitík og það á ekki að reyna það. Þið virðist líka hafa komist að þessari niðurstöðu og farið vel með hana. Mig langar til að staldra við hugsunina um heildina, þetta stóra mengi fólks, og einstaklinginn inni í því. Maður getur ímyndað sér þetta eins og fiskitorfu eða sveim af smáfuglum sem hreyfast eins og ein heild vegna þess að það er einhver einn, eða nokkrir inni í hópnum sem hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvert skuli farið og restin fylgir. Stundum reyna einhverjir að stýra sem hópurinn fylgir ekki og verða viðskila við hópinn. Svona eru stjórnmálaflokkar. Eins og sveimur á leið að einhverju markmiði. Í stanslausri leit að því sem er rétt. Því sem er satt. Sannleikanum - hann er mesta afl veraldarinnar. Þarf ekki leiðréttingar við, kemur alltaf fram. Hver er sannleikurinn um Vinstrihreyfinguna - grænt framboð? Að þið eruð hugrökk, framsýn, öðruvísi, ábyrg, að jú það er stundum ágreiningur, jú það er tog. Það eru ekki allir sammála alltaf. Og kannski eru ekki allir vinir alltaf. En það mikilvæga er að enginn er þvingaður til að gera eitthvað sem hann ekki vill. Það þýðir ekki að allir fái að ráða - þannig getur það heldur ekki verið. En þið hafið líka verið óhrædd, sem hópur innan í stærri hópi, að ýta til umslaginu. Að þrýsta á sveiminn til að fara í rétta átt. Breytingarnar sem af því hljótast eru sjaldnast sýnilegar í augnblikinu en þróun er skoðuð til lengri tíma þá sést að sumstaðar hefur orðið bylting, eins og í umhverfismálum og feminisma. Mig langar að segja nokkrar sögur úr mínu lífi, þessu til stuðnings, og ég vona að ég hljómi ekki of mikið eins og Forrest Gump. Við höfum öll, með einum eða öðrum hætti, komist í snertingu við söguna og framþróun hennar. Það voru nokkrir mikilvægir hittingar með merkilegu fólki sem hjálpuðu mér að komast að niðurstöðu um lykilatriði í lífinu en líka, sé ég eftir á, að verða vitni að því hvernig með því að raða með sniðugum hætti saman orðum og byggja á reynslu sinni og mennsku er hægt að færa til mörkin, breyta sögunni. Fyrst þessi: árið 1989. Ári fyrir fyrsta landsfundinn hjá Alþýðubandalaginu var ég að koma heim eftir ár sem skiptinemi í bandaríkjunum og hitti við töskufæribandið boxarann Muhamed Ali sem var mikið átrúnaðargoð í mínum augum. Fékk hjá honum eiginhandaráritun og tók í höndina á honum. Ali, sem Cassius Clay, var sviptur heimsmeistaratign og leyfi til að stunda hnefaleika vegna þess að hann neitaði að gegna herþjónustu í Víetnam, ítrekað. Ég á ekkert sökótt við Víet Kong …… sagði Ali, þeir hafa aldrei kallað mig niggara. Þegar við kvöddumst þóttist hann ætla að kýla mig með vinstri stungu og hægri krók. Með hnefa á stærð við höfuðið á mér. Benti svo á mig með stríðnisglampa þegar hann sá hvað mér brá. Árið 2000 var ég staddur, ásamt vinum mínum Inga R. og Jóhannesi Kr, á skrifstofu Nelson Mandela á heimili hans í Jóhannesarborg. Við réttum honum bréf frá forseta Íslands sem dettur á gólfið og þessi næstum tveggja metra hái aldraði maður, heimtar að fá að sækja það. Vegna þess að fangaverðirnir á Rikers eyju hendu bréfum til hans í gólfið. Ég er vanur að sækja svona bréf sagði hann og hló hlátri manns sem hefur fyrirgefið - sem veit að reiðin skilar engu. Hún rífur niður á meðan fyrirgefningin byggir upp. 2012 í Virginíu í Bandaríkjunum að horfa og hlusta á Barrack Obama flytja ræðu og ná svo endurkjöri. Hvernig orð geta hreyft fólk og hvernig sannir leiðtogar geta með framgöngu sinni, sem fyrirmyndir, virkað eins og siðferðilegir áttavitar fyrir samfélög og heimsbyggðina. Þrír svartir menn sem hver um sig voru eins og bautasteinar, vörður, í framþróun og auknum árangri í einni af stærstu baráttunni fyrir jöfnuð og réttlæti í heiminum. Vinaleg framganga en fastir fyrir. Það er hægt að vera leiðtogi án þess að gegna embætti, án þess að vera kosinn. Húmor, sama hvað. Fyrirgefningin. Hlátur, gleði, blik í auga. Breytingin sem varð á 20 árum. Barátta svartra var og er ein af stóru orrustunum okkar sem viljum jöfnuð. Því hvernig er hægt að vera jafnaðarmaður án þess að brenna gegn óréttlætinu sem byggir á kynþætti. Hvernig er hægt að vera jafnaðarmaður og ekki feministi? Stóra orrustan fer fram þar um þessar mundir. Menn þurfa ekki að eiga dætur, konur og mæður til að skilja að launamisrétti byggt á kyni, að hrópandi munur karla og kvenna í stjórnunarstöðum er mein í samfélaginu, skekkja? Það er nóg að vera bara á móti misrétti. Að fá að upplifa þessa kraftmiklu valdeflingu kvenna með metoo hreyfingunni er sambærilegt því að verða vitni að því þegar svartur maður varð forseti Bandaríkjanna. Staðan í dag sýnir okkur líka að baráttunni lýkur aldrei. Það verða bakslög. Það eru menn að hrópa samsæri. Það eru vel meinandi karlar og jafnvel konur sem segja - er þetta ekki full langt gengið. Það má ekkert lengur. Ætlar fólk að verða alveg kynlaust. Má ekkert lengur? Hvað á fólk við? Konur hafa ákveðið að segja frá því ef karlar haga sér dónalega eða með ofbeldi. Að setja sín mörk. Það er bara frábært. Kannski var stóra stundin í þessu fyrir mig persónulega á miðvikudaginn þegar Ragnheiður dóttir mín 25 ára sagði mér eftir mánaðardvöld á Ítalíu að hún væri hætt við að fara í nám þar í haust. Það blikka mann allir karlar og elta mann úti á götu og þetta er fáránlegt. Já, svona er Ítalía, því miður sagði ég, þeir eru 30 árum á eftir í jafnréttismálum. Venst það ekki? spurðum við foreldrarnir. Jú, örugglega, sagði dóttirin, og bætti við: En ég ætla ekki að láta þá minnka mig, og geta ekki talað með minni röddu og horft framan í fólk, eins mér finnst að ég eigi að geta gert. Og þar við situr. Ég get ekki verið stoltari. Hún setur sín mörk. Hún ákveður hvað er ásættanlegt. Það er það sem metoo er að gera fyrir konur allstaðar í heiminum. Þetta er það sem kvenforseti, kvenforsætisráðherrar gera fyrir dætur okkar. Það er stórkostlegt. Barátta svartra var gegn yfirburðum, yfirlæti og valdaójafnvægi hvíta mannsins. En hún var ekki gegn mér þó að ég sé hvítur maður. Ég var samherji þeirra vegna þess að ég er jafnaðarmaður. Barátta kvenna er gegn yfirburðum, yfirlæti og valdaójafnvægi feðraveldisins. En hún er ekki gegn mér þó að ég sé karl. Ég er samherji þeirra og feministi vegna þess að ég er jafnaðarmaður. Metoo er afrakstur uppsafnaðrar reiði en líka tæknibreytinga á vorum tímum. Samfélagsmiðlar, tækni, símar, myndavélar. Margir segja þetta af hinu illa. En sannleikurinn hefur tekið þessar breytingar í sína þjónustu. Ég var í Kairó vorið 2011. Strandaglópur því að allar flugsamgöngur lágu niðri. Ók framhjá Tahrir torgi í einum af föstudagsmótmælunum. Allt í kringum mig var hrópað “Herinn og fólkið eru eitt”. Það var búið að kveikja í öllum lögreglubílum og lögreglustöðvum, lögreglumennirnir voru allir farnir úr búningnum vegna þess að fólk tengdi lögregluna beint við Mubarak. 30 ára valdaferli að ljúka. Fólkið mótmælti fátækt, atvinnuleysi og spillingu. Hann reyndi að slökkva á internetinu og farsímunum. En þá lamaðist öll verslun og öll opinber þjónusta. Rétt eins og í búsáhaldabyltingunni voru mótmæli skipulögð og ríkisstjórn kollvarpað með notkun samfélagsmiðla. Ég komst frá Egyptalandi - fór til Yemen og ferðaðist þar um rétt áður en borgarastríðið skall þar á með hungursneyð og ótrúlegum hörmungum fyrir óbreytta borgara undanfarin ár. Ég var í Norður-Afríku og á Arabíu skaganum þegar arabíska vorið hófst, eins og Forrest Gump hefði verið, og ég hef síðan verið á hinum enda þess sem leiðsögumaður í verkefninu Gestir og gangandi sem ég bjó til með Rauða krossinum og Ferðafélagi Íslands og felur í sér að fara í stuttar og þægilegar gönguferðir um náttúruna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins með blandaða hópa hælisleitenda og flóttamanna ásamt öllum sem vilja koma með. Það hafa allskonar hópar mætt Eitt vorið var ég mikið með hópi af ungum mönnum frá Írak, eitt haustið með fjölskyldufólki frá Sýrlandi. Kvöld eitt í sólsetri við Rauðhóla erum við að virða fyrir okkur spegilslétt Elliðavatn og ég sé á einum síma í hópnum að það er bein facetime útsending til Sýrlands. Spáið í það. Og maður skilur á einu sekúndubroti að heimurinn verður aldrei aftur samur. Að freistingin að flýja stríð og fátækt í frið og velsæld verður öllu öðru yfirsterkari. Þó að 60 þúsund manns hafi drukknað í Miðjarðarhafinu frá árinu 2012 þá heldur straumurinn áfram og ekkert mun stöðva hann. Þegar við þetta bætast flóttamenn vegna loftslagsbreytinga þá blasir við heimurinn eins og við höfum þekkt hann er að ganga í gegnum stærri og hraðari breytingar en við höfum áður séð. Vandamálin sem við blasa eru stærri en svo að þjóðríki veraldar leysi þau ein og sér. Þau verða að vinna saman. Þess vegna hef ég verið evrópusinni - alþjóðasinni. Ekki vegna þess að ég haldi að við munum græða eitthvað. Það er skylda okkur að vinna með öðrum. Það er betra fyrir alla, að allir vinni saman. Til að skipuleggja aðgerðir í loftslagsmálum, bæta efnahag fátæku landanna með fjárfestingum og stuðningi við menntun og baráttu gegn spillingu. Umhverfismálin eru allt önnur en fyrir 20 árum. Þar hefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð reynst réttu megin sögunnar. Þið hljótið að hafa unnið þegar allir eru orðnir grænir eins og þið og jafnvel grænni en þið. Þá er að halda áfram að leiða umræðuna. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna er til í að breyta hegðun sinni vegna umhverfismála. Þið getið verið stolt. Gegn yfirvofandi breytingum á öllum þessu sviðum rís andóf. Og andófið, íhaldið, hefur skilgreint andstæðing sinn sem góða fólkið. Þetta er átakalína stjórnmálanna í dag hér heima og erlendis. Þröngsýni gegn umburðarlyndi. Frekjukallafélagið gegn frjálslyndu og félagslegu vel meinandi fólki sem vill öllum vel. Þetta er Trump á heimsvísu. Klausturþingmennirnir hér heima. Ekki það að ég leggi þá að jöfnu. Ég vorkenni þessu fólki sem við heyrðum tala saman á Klaustri. Vanmetakendin, öfundin og biturðin kemur frá fólki sem er á vondum stað. Þetta eru ekki leiðtogar, þetta eru ekki móralskir kompásar samfélagsins. Það væri ekki líft á Íslandi ef allir höguðu sér svona. Svona eiga stjórnmálin ekki að vera. Svona eiga stjórnmálamenn ekki að vera. Svona fólk þarf að vinna í sér … áður en það þykist ætla að þjóna almenningi. Siðferði okkar skilgreinir hver við erum. Fýla, leiðindi, illmælgi. Hvers vegna leyfum við slíku að viðgangast í stjórnmálunum? Þetta er einhver tegund ofbeldis, að geifla sig framan í fólk, tala niður og reiðitón til þeirra sem eru ósammála. Þetta vissu þeir, Muhamed Ali, Nelson Mandela og Barrack Obama að til að ná árangri þurfti að vera staðfastur, kurteis, beittur en mennskur. Þeir kusu, eins og dóttir mín, að láta ekki ástandið, samfélagið, íhaldið, minnka sig. Þeir ýttu við torfunni, innanfrá, og hreyfðu hana nánast alla. Þeir vissu sannleikann um sjálfa sig. Hvað þeir voru tilbúnir að sætta sig við, hver þeirra mörk voru. Hver er sannleikurinn um Vinstrihreyfinguna - grænt framboð - þið vitið hann og ykkar er að varðveita hann og láta engan minnka ykkur. Ykkur hefur tekist það og þið hafið sýnt að þið eruð ábyrg og huguð, að þið getið þolað ágreining og það þarf ekki að fela neitt. Það er ekki hægt að berjast gegn sannleikanum. Hann kemur alltaf fram. Ég er í liði með ykkur, ég er í liði með góða fólkinu. Auðvitað. Pólitískur rétttrúnaður er hugtak sem búið er til af fólki með lélegar skoðanir og vill fá að geta haldið hinu og þessu fram án þess að styðja það með rökum. Fólki sem vill minnka ykkur niður í óvini sína. Sem vill ekki heyra raddir ykkar. Sem vill ekki leyfa ykkur að vera eins og þið eruð. Því óvinavæðing, það er það sem svona fólk stundar, er engum til gagns. Ef ég lít yfir minn pólitíska þingferil þá man ég marga snerruna við hina og þessa. En ég man best og finnst það mikilvægast eftirá að hafa hlaupið með Pétri Blöndal heitnum á frostköldum morgni í Vín, með Steingrími Joð í Kaupmannahöfn og Bjarna Ben í Kanada, að hafa sungið í gítarpartíum með Svandísi Svavars, ég að máta peysur á Gunnar hennar Kötu Jak inni í búð í París, við Einar K. Guðfinnson urðum vinir á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna, við Helgi Hrafn að hjóla á fjallahjólum um Heiðmörk. Ímyndið ykkur: ég og Jón Bjarnason á harðahlaupum í gegnum flugstöð í Bandaríkjunum að missa af tengiflugi heim: við stoppum við innritunarborð og Jón segir: will the luggage go ….. alla leið? Og afgreiðslumaður sem svarar: I have no idea what you said, but yes. Því að að vinátta þrátt fyrir ólíkar skoðanir er lykillinn að því að við getum búið saman, leyst sameiginleg vandamál. Hún er forsenda þess að við hreyfumst saman sem hópur. Fyrst þurfum við nefnilega að geta verið saman. Andstæða þessa er fýlan, óyndið. Fólkið sem vill gera ykkur að óvinum sínum vegna þess að þið hafið aðra skoðun. Til hamingju með ykkur og gangi ykkur vel. Að endingu vil ég bara segja þetta: ekki láta hana Björgu Evu koma í veg fyrir að þið breytið klukkunni! Það er, þegar öllu er botninn hvolft, eina stefnumálið mitt. Veriði úti. Höfundur gefur kost á sér í oddvitasæti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að ég flutti þessa ræðu á 20 ára afmælishátíð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir tæpum tveimur árum kom Svavar Gestsson til mín og sagði: Þessa ræðu verður að birta. Hér með er orðið við því og um leið reynt að varpa ljósi á mína pólitísku sýn og erindi. Margt sem þarna er rætt um ber keim af umræðunni þau dægrin og þar á meðal upphafsorðin. Heiðraða flokkssamkoma, kæru vinir, Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur hvers vegna ég kem hingað dulbúinn sem ferðamaður eins og þið sjáið … það er bara til þess að ég þekkist ekki. Til hamingju með afmælið og takk fyrir að biðja mig um að tala hér í sjálfri veislunni - ég veit að enginn flokkur metur tíma í ræðupúlti til jafn mikilla verðmæta og flokksmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Þannig að þetta er mikill heiður og ég þarf að vanda mig. Ég var nefnilega beðinn um að segja ykkur hvað mér finndist um ykkur og fékk enginn nánari fyrirmæli um það. Það er hugrakkt og kannski er það, það fyrsta sem ég þarf að segja hér. Þið eruð hugrökk. Þið þorið. Þetta er auðvitað vinabragð og mér þykir vænt um það. Ræðan mín er líka eiginlega helguð vináttunni. Og hún er líka svolítið um sannleikann. Og fyrirgefninguna. Og breytingar. Okkur hættir til að finnast, í argaþrasi síðasta fésbókarhneykslisins, að ekkert breytist. Að stjórnmálin, sem breytingaafl sögunnar og samfélaganna, séu stöðnuð, föst í þunga kerfisins, skrifinnsku, útúrsnúningum, málalengingum. En þegar við horfum á stóru myndina og drögum lærdóm bara af atburðum úr eigin lífi getum við séð hvað einstaklingar og flokkar geta komið miklu til leiðar. Þegar ég fór að hugsa um sögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hvernig sá flokkur hefur birst mér í gegnum tíðina þá gat ég ekki annað en borið það saman við minn eigin lærdóm og þroskaferil. En ég verð eiginlega að fá að byrja þetta á því að velta fyrir mér hvar ég sjálfur var fyrir 20 árum þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð. Ég var nefnilega ekki á ósvipuðum stað og ég er núna. Hafði nýlega lokið pólitískum ferli sem ungliði í Alþýðubandalaginu og var að hasla mér völl á nýjum vettvangi sem fréttamaður. Áður tengdist ég beint atburðarrásinni sem leiddi til stofnunnar Samfylkingarinnar og VG. Þegar ég segi fyrri pólitíski ferillinn þá á ég við að ég kom fyrst á landsfund hjá Alþýðubandalaginu 1990. Flokkurinn í ríkisstjórn og sveitarstjórnarfólk sat um ráðherrana, sem voru bara karlar. Þetta var auðvitað í Rúgbrauðsgerðinni. Þetta var magnað. 1990 var ég 19 ára, næstum jafngamall VG í dag. Og ég var uppnuminn. Ég varð gagntekinn af pólítik uppfrá þessu, tók þátt í að stofna Verðandi, félag ungra alþýðubandalagsmanna. Og ´93 skipulagði ég og stofnaði, ásamt vinum mínum, hátt í þrjátíu manna félag ungra Alþýðubandalagsmanna í Vestmannaeyjum. Og þótti auðvitað einhverskonar kraftaverkamaður af flokksforystunni eftir það enda var þetta pólitísk naglasúpa sem var göldruð uppúr engu í bláasta bæli Íslands. Mér hefur verið jafnað við eldgosið og tyrkjaránið af sjálfstæðismönnum í Eyjum. Án djóks. Svo alvarleg var þessi gjörð. Pólitíska undrabarnið var þess vegna ráðið á flokksskrifstofuna í Reykjavík til þess meðal annars að finna og laða til samstarfs ungt fólk við Alþýðubandalagið. Ég varð því mjög fljótt lentur í hringamiðju ólgu og átaka milli Birtingar og Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, um sameiningu vinstri manna sem síðar leiddi til stofnunar Samfylkingarinnar og einnig Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 1998 sagði ég mig úr Alþýðubandalaginu. Flokksstarfið flæktist fyrir blaðamennskunni sem var orðin að ástríðu en ég var einnig orðin dauðþreyttur á símtölum, plottum, innanflokksátökum miðstjórnar, og landsfundum þar sem rifist var með krepptum hnefa og hnitmiðri tilvitnunum úr Njálu. Við ungliðarnir sem komum til þessa starfs í upphafi tíunda áratugarins gengum til liðs við hreyfingu sem var að mörgu leiti klofin og í upplausn. Það var mikið óyndi á milli hreyfinga og við fengum það í arf. Þegar Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð höfðu verið stofnaðar átti ég vini og samherja í báðum flokkum og uppstokkunin var klárlega af hinu góða. Skarpari áherslur og innbyrðis starfsfriður, að mestu, skilaði sér í auknu fylgi Vinstri manna, jafnaðarmanna. Þátttaka kvennalistans í Samfylkingunni og áhersla Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á það sem við í þá daga kölluðum gjarnan kvennfrelsi en tölum í dag um sem feminisma hefur á 20 árum gerbreytt bæði umræðu og veruleika þessara mála í víðum skilningi því þau ná nú til allrar kynvitundar. Þau hafa orðið að almennri viðurkenningu á rétti einstaklingsins til að vera það sem hann er og njóta sömu réttinda og allir aðrir. Umhverfisáherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem fundust hvergi í stjórnmálunum árið 1999, í að minnsta kosti ekki í neinni alvöru - eru á sama hátt orðin að viðurkenndri hugmynd og teygir anga sína inn í alla flokka. Það er jafnvel þannig Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er legið á hálsi að láta byggðasjónarmið vigta þyngra en umhverfismálin - þetta er vandi sem þið þekkið og engin ástæða til að nudda ykkur uppúr honum, á afmælinu ykkar. Þegar ég hóf svo síðari stjórnmálaferil minn, árið 2006, þá gat ég þess vegna vel hugsað mér að fara í framboð fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og Samfylkinguna. Evrópumálin urðu til þess að ég endaði Samfylkingarmegin varð varaþingmaður í tvö ár og aðstoðarmaður ráðherra þegar Samfylkingin starfaði með íhaldinu og svo þingmaður suður kjördæmis eftir hrun árið 2009 og þingmaður í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð frá 2013 til 2016. Ég er líka að fara yfir þetta vegna þess að ég hef, í þremur flokkum, verið ungliði, innanflokksmaður, á flokksskrifstofunni, aðstoðarmaður ráðherra, varaþingmaður, þingmaður, þingmaður utan flokka og þingflokksformaður og fréttamaður og flokksleysingi og það er útfrá þessari reynslu sem ég horfi á Vinstrihreyfingunar - grænt framboð - afmælisbarn dagsins og 20 ára sögu þessarar hreyfingar sem stundum er gagnrýnd fyrir sundurleysi og innanflokksátök en núna einna helst fyrir að starfa með hugmyndafræðilegum andstæðingi sínum og þá gjarnan af þeim sem hafa sjálfir starfað með þessum sama hugmyndafræðilega andstæðingi. Stjórnmálaflokkar eru heillandi fyrirbæri og Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þar engin undantekning. Eins og ég sé þetta þá eru flokkar samansafn einstaklinga með líkar skoðanir en ekki endilega alveg eins skoðanir. Allir samþykja þó, sem ganga í stjórnmálaflokka, að fylgja stefnu flokksins. Það er ekki vandamál fyrir venjulegan flokksmann að vera ósammála stefnunni í einhverjum atriðum en þegar um kjörinn fulltrúa er að ræða þá vandast málið. Það verður enn erfiðara þegar flokkur semur við annan flokk, gerir málamiðlanir, býr til stjórnarsáttmála. En svo eru tvær útgáfur til af hverjum stjórnmálaflokki og jafnvel fleiri. Stefnuskrár- og liðsheildarútgáfan, Þetta er semsagt hreyfingin. Flokkurinn sem íþróttaklúbbur sem haldið er með. Stundum birtast flokkarnir í þessu samhengi sínu eins og illa gift hjón sem hafa ákveðið að brosa útá við þó þau rífist daglega á heimavígstöðvunum. Það er jafnan landsbyggðarhluti og höfuðborgarhluti. Loks er sá hluti stjórnmálaflokksins sem tilheyrir veruleika starfsins, stjórnmálaarmur stjórnmálaflokksins. Innan hans þarf að ákveða hluti frá degi til dags. Þar koma að kjörnir einstaklingar með skoðanir, metnað, ólíka sýn, ólíkan bakgrunn, ólíka hagsmuni. Og þarna verður ágreiningur. Það er óhjákvæmilegt. Þarna takast á sjónarmið samvisku einstaklingsins og flokkshollustu. Flokkurinn gerir kröfu um hollustu - það þjónar stefnuskrár og liðsheildarhlutverkinu, og gerir formanni og forystu kleift að semja fyrir hönd flokksins. Á móti kemur sú kvöð þingmannsins að fara eftir eigin sannfæringu. Hann er fulltrúi kjósenda sinna og orðið fulltrúi er dregið af þeirri staðreynd að þeir sem kusu hann höfðu á honum fulla trú um að hann myndi fylgja sannfæringu sinni. Ég er að tala um þetta vegna þess að það voru nokkrar upplifanir á mínum stjórnmálaferli sem höfðu bein áhrif á skoðun mína á flokkshollustu og stjórnmálaflokkinn sem liðsheild - á kjörtímabilinu 2009 til 2013, viðskilnaður samfylkingarinnar við Ingibjörgu Sólrúnu og Steinunni Valdísi. Hollustan var í þeim tilfellum einstefnugata. Þú fylgir flokknum en svo ertu einn á báti ef gefur á hann. Upplifun mín, í allnokkru návígi, á villiköttunum í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á sama kjörtímabili - var líka svolítil opinberun. Þar gengur öfgarnar í hina áttina fannst mér. Þar var sem það væri á köflum orðið að sérstakri íþrótt að vera á móti eigin flokki og ríkisstjórn á úrslitastundu. Ekkert af þessu er í rauninni óeðlilegt eða óviðbúið. Það sem gerir stjórnmálalegan ágreining alltaf erfiðan eru persónur sem ná ekki að halda samskiptum og vináttu vegna skoðanamismunar. Það sem drap Alþýðubandalagið var helvítis óyndið sem komið var í flokkinn. Þetta hefur kennt mér að það er ekki hægt að þvinga neinn til að gera eitthvað sem hann vill ekki í pólitík og það á ekki að reyna það. Þið virðist líka hafa komist að þessari niðurstöðu og farið vel með hana. Mig langar til að staldra við hugsunina um heildina, þetta stóra mengi fólks, og einstaklinginn inni í því. Maður getur ímyndað sér þetta eins og fiskitorfu eða sveim af smáfuglum sem hreyfast eins og ein heild vegna þess að það er einhver einn, eða nokkrir inni í hópnum sem hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvert skuli farið og restin fylgir. Stundum reyna einhverjir að stýra sem hópurinn fylgir ekki og verða viðskila við hópinn. Svona eru stjórnmálaflokkar. Eins og sveimur á leið að einhverju markmiði. Í stanslausri leit að því sem er rétt. Því sem er satt. Sannleikanum - hann er mesta afl veraldarinnar. Þarf ekki leiðréttingar við, kemur alltaf fram. Hver er sannleikurinn um Vinstrihreyfinguna - grænt framboð? Að þið eruð hugrökk, framsýn, öðruvísi, ábyrg, að jú það er stundum ágreiningur, jú það er tog. Það eru ekki allir sammála alltaf. Og kannski eru ekki allir vinir alltaf. En það mikilvæga er að enginn er þvingaður til að gera eitthvað sem hann ekki vill. Það þýðir ekki að allir fái að ráða - þannig getur það heldur ekki verið. En þið hafið líka verið óhrædd, sem hópur innan í stærri hópi, að ýta til umslaginu. Að þrýsta á sveiminn til að fara í rétta átt. Breytingarnar sem af því hljótast eru sjaldnast sýnilegar í augnblikinu en þróun er skoðuð til lengri tíma þá sést að sumstaðar hefur orðið bylting, eins og í umhverfismálum og feminisma. Mig langar að segja nokkrar sögur úr mínu lífi, þessu til stuðnings, og ég vona að ég hljómi ekki of mikið eins og Forrest Gump. Við höfum öll, með einum eða öðrum hætti, komist í snertingu við söguna og framþróun hennar. Það voru nokkrir mikilvægir hittingar með merkilegu fólki sem hjálpuðu mér að komast að niðurstöðu um lykilatriði í lífinu en líka, sé ég eftir á, að verða vitni að því hvernig með því að raða með sniðugum hætti saman orðum og byggja á reynslu sinni og mennsku er hægt að færa til mörkin, breyta sögunni. Fyrst þessi: árið 1989. Ári fyrir fyrsta landsfundinn hjá Alþýðubandalaginu var ég að koma heim eftir ár sem skiptinemi í bandaríkjunum og hitti við töskufæribandið boxarann Muhamed Ali sem var mikið átrúnaðargoð í mínum augum. Fékk hjá honum eiginhandaráritun og tók í höndina á honum. Ali, sem Cassius Clay, var sviptur heimsmeistaratign og leyfi til að stunda hnefaleika vegna þess að hann neitaði að gegna herþjónustu í Víetnam, ítrekað. Ég á ekkert sökótt við Víet Kong …… sagði Ali, þeir hafa aldrei kallað mig niggara. Þegar við kvöddumst þóttist hann ætla að kýla mig með vinstri stungu og hægri krók. Með hnefa á stærð við höfuðið á mér. Benti svo á mig með stríðnisglampa þegar hann sá hvað mér brá. Árið 2000 var ég staddur, ásamt vinum mínum Inga R. og Jóhannesi Kr, á skrifstofu Nelson Mandela á heimili hans í Jóhannesarborg. Við réttum honum bréf frá forseta Íslands sem dettur á gólfið og þessi næstum tveggja metra hái aldraði maður, heimtar að fá að sækja það. Vegna þess að fangaverðirnir á Rikers eyju hendu bréfum til hans í gólfið. Ég er vanur að sækja svona bréf sagði hann og hló hlátri manns sem hefur fyrirgefið - sem veit að reiðin skilar engu. Hún rífur niður á meðan fyrirgefningin byggir upp. 2012 í Virginíu í Bandaríkjunum að horfa og hlusta á Barrack Obama flytja ræðu og ná svo endurkjöri. Hvernig orð geta hreyft fólk og hvernig sannir leiðtogar geta með framgöngu sinni, sem fyrirmyndir, virkað eins og siðferðilegir áttavitar fyrir samfélög og heimsbyggðina. Þrír svartir menn sem hver um sig voru eins og bautasteinar, vörður, í framþróun og auknum árangri í einni af stærstu baráttunni fyrir jöfnuð og réttlæti í heiminum. Vinaleg framganga en fastir fyrir. Það er hægt að vera leiðtogi án þess að gegna embætti, án þess að vera kosinn. Húmor, sama hvað. Fyrirgefningin. Hlátur, gleði, blik í auga. Breytingin sem varð á 20 árum. Barátta svartra var og er ein af stóru orrustunum okkar sem viljum jöfnuð. Því hvernig er hægt að vera jafnaðarmaður án þess að brenna gegn óréttlætinu sem byggir á kynþætti. Hvernig er hægt að vera jafnaðarmaður og ekki feministi? Stóra orrustan fer fram þar um þessar mundir. Menn þurfa ekki að eiga dætur, konur og mæður til að skilja að launamisrétti byggt á kyni, að hrópandi munur karla og kvenna í stjórnunarstöðum er mein í samfélaginu, skekkja? Það er nóg að vera bara á móti misrétti. Að fá að upplifa þessa kraftmiklu valdeflingu kvenna með metoo hreyfingunni er sambærilegt því að verða vitni að því þegar svartur maður varð forseti Bandaríkjanna. Staðan í dag sýnir okkur líka að baráttunni lýkur aldrei. Það verða bakslög. Það eru menn að hrópa samsæri. Það eru vel meinandi karlar og jafnvel konur sem segja - er þetta ekki full langt gengið. Það má ekkert lengur. Ætlar fólk að verða alveg kynlaust. Má ekkert lengur? Hvað á fólk við? Konur hafa ákveðið að segja frá því ef karlar haga sér dónalega eða með ofbeldi. Að setja sín mörk. Það er bara frábært. Kannski var stóra stundin í þessu fyrir mig persónulega á miðvikudaginn þegar Ragnheiður dóttir mín 25 ára sagði mér eftir mánaðardvöld á Ítalíu að hún væri hætt við að fara í nám þar í haust. Það blikka mann allir karlar og elta mann úti á götu og þetta er fáránlegt. Já, svona er Ítalía, því miður sagði ég, þeir eru 30 árum á eftir í jafnréttismálum. Venst það ekki? spurðum við foreldrarnir. Jú, örugglega, sagði dóttirin, og bætti við: En ég ætla ekki að láta þá minnka mig, og geta ekki talað með minni röddu og horft framan í fólk, eins mér finnst að ég eigi að geta gert. Og þar við situr. Ég get ekki verið stoltari. Hún setur sín mörk. Hún ákveður hvað er ásættanlegt. Það er það sem metoo er að gera fyrir konur allstaðar í heiminum. Þetta er það sem kvenforseti, kvenforsætisráðherrar gera fyrir dætur okkar. Það er stórkostlegt. Barátta svartra var gegn yfirburðum, yfirlæti og valdaójafnvægi hvíta mannsins. En hún var ekki gegn mér þó að ég sé hvítur maður. Ég var samherji þeirra vegna þess að ég er jafnaðarmaður. Barátta kvenna er gegn yfirburðum, yfirlæti og valdaójafnvægi feðraveldisins. En hún er ekki gegn mér þó að ég sé karl. Ég er samherji þeirra og feministi vegna þess að ég er jafnaðarmaður. Metoo er afrakstur uppsafnaðrar reiði en líka tæknibreytinga á vorum tímum. Samfélagsmiðlar, tækni, símar, myndavélar. Margir segja þetta af hinu illa. En sannleikurinn hefur tekið þessar breytingar í sína þjónustu. Ég var í Kairó vorið 2011. Strandaglópur því að allar flugsamgöngur lágu niðri. Ók framhjá Tahrir torgi í einum af föstudagsmótmælunum. Allt í kringum mig var hrópað “Herinn og fólkið eru eitt”. Það var búið að kveikja í öllum lögreglubílum og lögreglustöðvum, lögreglumennirnir voru allir farnir úr búningnum vegna þess að fólk tengdi lögregluna beint við Mubarak. 30 ára valdaferli að ljúka. Fólkið mótmælti fátækt, atvinnuleysi og spillingu. Hann reyndi að slökkva á internetinu og farsímunum. En þá lamaðist öll verslun og öll opinber þjónusta. Rétt eins og í búsáhaldabyltingunni voru mótmæli skipulögð og ríkisstjórn kollvarpað með notkun samfélagsmiðla. Ég komst frá Egyptalandi - fór til Yemen og ferðaðist þar um rétt áður en borgarastríðið skall þar á með hungursneyð og ótrúlegum hörmungum fyrir óbreytta borgara undanfarin ár. Ég var í Norður-Afríku og á Arabíu skaganum þegar arabíska vorið hófst, eins og Forrest Gump hefði verið, og ég hef síðan verið á hinum enda þess sem leiðsögumaður í verkefninu Gestir og gangandi sem ég bjó til með Rauða krossinum og Ferðafélagi Íslands og felur í sér að fara í stuttar og þægilegar gönguferðir um náttúruna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins með blandaða hópa hælisleitenda og flóttamanna ásamt öllum sem vilja koma með. Það hafa allskonar hópar mætt Eitt vorið var ég mikið með hópi af ungum mönnum frá Írak, eitt haustið með fjölskyldufólki frá Sýrlandi. Kvöld eitt í sólsetri við Rauðhóla erum við að virða fyrir okkur spegilslétt Elliðavatn og ég sé á einum síma í hópnum að það er bein facetime útsending til Sýrlands. Spáið í það. Og maður skilur á einu sekúndubroti að heimurinn verður aldrei aftur samur. Að freistingin að flýja stríð og fátækt í frið og velsæld verður öllu öðru yfirsterkari. Þó að 60 þúsund manns hafi drukknað í Miðjarðarhafinu frá árinu 2012 þá heldur straumurinn áfram og ekkert mun stöðva hann. Þegar við þetta bætast flóttamenn vegna loftslagsbreytinga þá blasir við heimurinn eins og við höfum þekkt hann er að ganga í gegnum stærri og hraðari breytingar en við höfum áður séð. Vandamálin sem við blasa eru stærri en svo að þjóðríki veraldar leysi þau ein og sér. Þau verða að vinna saman. Þess vegna hef ég verið evrópusinni - alþjóðasinni. Ekki vegna þess að ég haldi að við munum græða eitthvað. Það er skylda okkur að vinna með öðrum. Það er betra fyrir alla, að allir vinni saman. Til að skipuleggja aðgerðir í loftslagsmálum, bæta efnahag fátæku landanna með fjárfestingum og stuðningi við menntun og baráttu gegn spillingu. Umhverfismálin eru allt önnur en fyrir 20 árum. Þar hefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð reynst réttu megin sögunnar. Þið hljótið að hafa unnið þegar allir eru orðnir grænir eins og þið og jafnvel grænni en þið. Þá er að halda áfram að leiða umræðuna. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna er til í að breyta hegðun sinni vegna umhverfismála. Þið getið verið stolt. Gegn yfirvofandi breytingum á öllum þessu sviðum rís andóf. Og andófið, íhaldið, hefur skilgreint andstæðing sinn sem góða fólkið. Þetta er átakalína stjórnmálanna í dag hér heima og erlendis. Þröngsýni gegn umburðarlyndi. Frekjukallafélagið gegn frjálslyndu og félagslegu vel meinandi fólki sem vill öllum vel. Þetta er Trump á heimsvísu. Klausturþingmennirnir hér heima. Ekki það að ég leggi þá að jöfnu. Ég vorkenni þessu fólki sem við heyrðum tala saman á Klaustri. Vanmetakendin, öfundin og biturðin kemur frá fólki sem er á vondum stað. Þetta eru ekki leiðtogar, þetta eru ekki móralskir kompásar samfélagsins. Það væri ekki líft á Íslandi ef allir höguðu sér svona. Svona eiga stjórnmálin ekki að vera. Svona eiga stjórnmálamenn ekki að vera. Svona fólk þarf að vinna í sér … áður en það þykist ætla að þjóna almenningi. Siðferði okkar skilgreinir hver við erum. Fýla, leiðindi, illmælgi. Hvers vegna leyfum við slíku að viðgangast í stjórnmálunum? Þetta er einhver tegund ofbeldis, að geifla sig framan í fólk, tala niður og reiðitón til þeirra sem eru ósammála. Þetta vissu þeir, Muhamed Ali, Nelson Mandela og Barrack Obama að til að ná árangri þurfti að vera staðfastur, kurteis, beittur en mennskur. Þeir kusu, eins og dóttir mín, að láta ekki ástandið, samfélagið, íhaldið, minnka sig. Þeir ýttu við torfunni, innanfrá, og hreyfðu hana nánast alla. Þeir vissu sannleikann um sjálfa sig. Hvað þeir voru tilbúnir að sætta sig við, hver þeirra mörk voru. Hver er sannleikurinn um Vinstrihreyfinguna - grænt framboð - þið vitið hann og ykkar er að varðveita hann og láta engan minnka ykkur. Ykkur hefur tekist það og þið hafið sýnt að þið eruð ábyrg og huguð, að þið getið þolað ágreining og það þarf ekki að fela neitt. Það er ekki hægt að berjast gegn sannleikanum. Hann kemur alltaf fram. Ég er í liði með ykkur, ég er í liði með góða fólkinu. Auðvitað. Pólitískur rétttrúnaður er hugtak sem búið er til af fólki með lélegar skoðanir og vill fá að geta haldið hinu og þessu fram án þess að styðja það með rökum. Fólki sem vill minnka ykkur niður í óvini sína. Sem vill ekki heyra raddir ykkar. Sem vill ekki leyfa ykkur að vera eins og þið eruð. Því óvinavæðing, það er það sem svona fólk stundar, er engum til gagns. Ef ég lít yfir minn pólitíska þingferil þá man ég marga snerruna við hina og þessa. En ég man best og finnst það mikilvægast eftirá að hafa hlaupið með Pétri Blöndal heitnum á frostköldum morgni í Vín, með Steingrími Joð í Kaupmannahöfn og Bjarna Ben í Kanada, að hafa sungið í gítarpartíum með Svandísi Svavars, ég að máta peysur á Gunnar hennar Kötu Jak inni í búð í París, við Einar K. Guðfinnson urðum vinir á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna, við Helgi Hrafn að hjóla á fjallahjólum um Heiðmörk. Ímyndið ykkur: ég og Jón Bjarnason á harðahlaupum í gegnum flugstöð í Bandaríkjunum að missa af tengiflugi heim: við stoppum við innritunarborð og Jón segir: will the luggage go ….. alla leið? Og afgreiðslumaður sem svarar: I have no idea what you said, but yes. Því að að vinátta þrátt fyrir ólíkar skoðanir er lykillinn að því að við getum búið saman, leyst sameiginleg vandamál. Hún er forsenda þess að við hreyfumst saman sem hópur. Fyrst þurfum við nefnilega að geta verið saman. Andstæða þessa er fýlan, óyndið. Fólkið sem vill gera ykkur að óvinum sínum vegna þess að þið hafið aðra skoðun. Til hamingju með ykkur og gangi ykkur vel. Að endingu vil ég bara segja þetta: ekki láta hana Björgu Evu koma í veg fyrir að þið breytið klukkunni! Það er, þegar öllu er botninn hvolft, eina stefnumálið mitt. Veriði úti. Höfundur gefur kost á sér í oddvitasæti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun