Samkvæmt tilskipuninni á einnig að frysta eignir stjórnarinnar í Mjanmar á bankareikningum í Bandaríkjunum sem sagðar eru nema um einum milljarði dollara.
Mikil ólga er nú í Mjanmar eftir að herforingjarnir hnepptu stjórnmálaleiðtoga landsins í varðhald og hefur almenningur fjölmennt á götur borga í landinu til að mótmæla.
Ung kona berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi en hún var skotin í höfuðið af lögreglu í mótmælum í höfuðborginni Nay Pyi Thaw á þriðjudaginn var.