„Óþolandi kjánalegt“ að Martin megi ekki vera með Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 17:16 Martin Hermannsson verður fjarri góðu gamni þegar landsliðið spilar í Kósóvó. Hann verður reyndar í öðru gamni, með liði Valencia í Euroleague. Getty/Ivan Terron Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur af stað til Kósóvó á laugardaginn og mætir þar Slóvakíu og Lúxemborg í lokaleikjum riðilsins í forkeppni HM. Suma af bestu leikmönnum þjóðarinnar vantar í landsliðshópinn. Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Körfubolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Körfubolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira