Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 88-81 | Stólarnir að styrkjast á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 11. febrúar 2021 21:16 Körfubolti, Dominos deild kk Kr - Tindastóll Foto: Elín Björg Tindastóll vann tvo síðustu heimaleiki sína fyrir landsleikjahléið í Domino's deild karla. Stólarnir höfðu betur gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, 88-81, en þetta var þriðja tap gestana frá Grindavík í röð. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Stólarnir voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir virtust vera ná ágætis forystu í öðrum leikhlutanum en gestirnir frá Grindavík voru ekki af baki dottnir. Grindvíkingar settu niður góða þrista til þess að halda sér inn í leiknum. Þrátt fyrir áhlaup Stólana í öðrum leikhlutanum þá náði Grindavík að minnka muninn í fjögur stig fyrir hálfleik en þá stóðu leikar 44-40. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipaður og sá fyrri. Stólarnir voru með forystuna en gestirnir frá Grindavík voru aldrei langt undan. Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu að endingu betur, 88-81, og eru að vakna til lífsins á heimavelli. Af hverju vann Tindastóll? Sigurinn var í raun verðskuldaður. Tindastóll leiddi í raun allan leikinn og þrátt fyrir ákefð og eljusemi Grindvíkinga þá lentu þeir undir í kvöld. Þeir hittu betur í þriggja stiga skotum sínum og vörðu forystuna vel er gestirnir söxuðu á þá. Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick var stigahæstur í liði Tindastóls. Hann var með 22 stig, fjögur fráköst og sjö stoðsendingar. Shawn Derrick Glover var einnig öflugur með nítján stig, tólf fráköst og fjórar stoðsendingar. Fyrirliði gestanna Ólafur Ólafsson fór fyrir sínu liði. Gerði hann sextán stig en nýi maðurinn Marshall Lance Nelson var stigahæstur með nítján stig og fjögur fráköst. Þorleifur Ólafsson bætti við fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Hvað gekk illa? Grindavík var að elta leikinn í raun allan leikinn. Í fjórða leikhlutanum, þegar þeir þurftu á áhlaupi að halda, þá gerðu þeir ekki körfu í rúmar þrjár mínútur. Það er auðvitað ekki vænlegt til árangurs fyrir lið sem er að elta leikinn. Þeir skutu svo einungis 25% í þeim 36 þriggja stiga skotum sem þeir skutu. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé. Eftir ansi þétta dagskrá að undanförnu fá liðin nú smá frí, eða það er að segja þeir leikmenn sem ekki eru í landsliðinu. Næstu leikir liðanna eru; Tindastóll gegn Stjörnunni 28. febrúar og Grindavík gegn Val sama dag. Endalausir leikir og engar æfingar „Við vorum þéttir varnarlega. Það komu slæmir kaflar en það gerist. Við bjuggum til mikið af opnum skotum og fannst við átt að skora meira en 88 stig er fínt,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í leikslok. Hann segir að það taki einfaldlega smá tíma að spila liðið saman og það komi hægt og rólega. Ekkert stress sé á Sauðárkróki. „Menn eru enn að spila sig saman. Það eru endalausir leikir og engar æfingar. Þetta er skref fyrir skref. Ég var sáttur við leikinn. Hefði viljað vinna stærra en ég er mjög sáttur við að vinna.“ Mætti í Borgarnes og var kennt kerfin á leiðinni „Mér fannst við spila vel. Við hittum bara ekkert. Þetta voru galopin skot en við hittum ekki í dag á meðan þeir hittu úr öllu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur. Aðspurður um hvort að hallað hafi á Grindavík í dómgæslunni svaraði Ólafur: „Nei, ekkert frekar. Maður var svekktur að fá ekki sömu villur báðu megin en maður á ekki að vera pirra sig á þessu. Þeir sjá ekki allt.“ Hann segir að nýi Ástralinn hafi hitt þá í Borgarnesi. „Hann er nýkominn úr sóttkví. Það var brunað með hann úr sóttkví og hann hitti okkur í Borgarnesi. Við biðum þar eftir honum. Honum var kennt kerfin á leiðinni en hann lítur vel út.“ Dominos-deild karla Tindastóll UMF Grindavík
Tindastóll vann tvo síðustu heimaleiki sína fyrir landsleikjahléið í Domino's deild karla. Stólarnir höfðu betur gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, 88-81, en þetta var þriðja tap gestana frá Grindavík í röð. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Stólarnir voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir virtust vera ná ágætis forystu í öðrum leikhlutanum en gestirnir frá Grindavík voru ekki af baki dottnir. Grindvíkingar settu niður góða þrista til þess að halda sér inn í leiknum. Þrátt fyrir áhlaup Stólana í öðrum leikhlutanum þá náði Grindavík að minnka muninn í fjögur stig fyrir hálfleik en þá stóðu leikar 44-40. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipaður og sá fyrri. Stólarnir voru með forystuna en gestirnir frá Grindavík voru aldrei langt undan. Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu að endingu betur, 88-81, og eru að vakna til lífsins á heimavelli. Af hverju vann Tindastóll? Sigurinn var í raun verðskuldaður. Tindastóll leiddi í raun allan leikinn og þrátt fyrir ákefð og eljusemi Grindvíkinga þá lentu þeir undir í kvöld. Þeir hittu betur í þriggja stiga skotum sínum og vörðu forystuna vel er gestirnir söxuðu á þá. Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick var stigahæstur í liði Tindastóls. Hann var með 22 stig, fjögur fráköst og sjö stoðsendingar. Shawn Derrick Glover var einnig öflugur með nítján stig, tólf fráköst og fjórar stoðsendingar. Fyrirliði gestanna Ólafur Ólafsson fór fyrir sínu liði. Gerði hann sextán stig en nýi maðurinn Marshall Lance Nelson var stigahæstur með nítján stig og fjögur fráköst. Þorleifur Ólafsson bætti við fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Hvað gekk illa? Grindavík var að elta leikinn í raun allan leikinn. Í fjórða leikhlutanum, þegar þeir þurftu á áhlaupi að halda, þá gerðu þeir ekki körfu í rúmar þrjár mínútur. Það er auðvitað ekki vænlegt til árangurs fyrir lið sem er að elta leikinn. Þeir skutu svo einungis 25% í þeim 36 þriggja stiga skotum sem þeir skutu. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé. Eftir ansi þétta dagskrá að undanförnu fá liðin nú smá frí, eða það er að segja þeir leikmenn sem ekki eru í landsliðinu. Næstu leikir liðanna eru; Tindastóll gegn Stjörnunni 28. febrúar og Grindavík gegn Val sama dag. Endalausir leikir og engar æfingar „Við vorum þéttir varnarlega. Það komu slæmir kaflar en það gerist. Við bjuggum til mikið af opnum skotum og fannst við átt að skora meira en 88 stig er fínt,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í leikslok. Hann segir að það taki einfaldlega smá tíma að spila liðið saman og það komi hægt og rólega. Ekkert stress sé á Sauðárkróki. „Menn eru enn að spila sig saman. Það eru endalausir leikir og engar æfingar. Þetta er skref fyrir skref. Ég var sáttur við leikinn. Hefði viljað vinna stærra en ég er mjög sáttur við að vinna.“ Mætti í Borgarnes og var kennt kerfin á leiðinni „Mér fannst við spila vel. Við hittum bara ekkert. Þetta voru galopin skot en við hittum ekki í dag á meðan þeir hittu úr öllu,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur. Aðspurður um hvort að hallað hafi á Grindavík í dómgæslunni svaraði Ólafur: „Nei, ekkert frekar. Maður var svekktur að fá ekki sömu villur báðu megin en maður á ekki að vera pirra sig á þessu. Þeir sjá ekki allt.“ Hann segir að nýi Ástralinn hafi hitt þá í Borgarnesi. „Hann er nýkominn úr sóttkví. Það var brunað með hann úr sóttkví og hann hitti okkur í Borgarnesi. Við biðum þar eftir honum. Honum var kennt kerfin á leiðinni en hann lítur vel út.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti