Abraham hetja Chelsea gegn Barnsley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 21:55 Leikmenn Chelsea fagna sigurmarki Tammy Abraham. Martin Rickett/Getty Images Chelsea sló Barsnley út úr deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni og endurtók leikinn í kvöld þökk sé sigurmarki Tammy Abraham í síðari hálfleik. Lærisveinar Thomas Tuchel hafa ekki fengið á sig mörg mörk síðan Þjóðverjinn tók við stjórnartaumunum í Lundúnum. Í kvöld gekk sóknarleikurinn ekki nægilega vel fyrir sig og var staðan markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks á Oakwell-vellinum í kvöld. Tammy Abraham can't stop scoring in the #EmiratesFACup for @ChelseaFC pic.twitter.com/NN6iApzSLv— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum kom Tammy Abraham gestunum loks yfir þegar hann renndi knettinum í netið eftir sendingu Reece James. Reyndist það eina mark leiksins og lokatölur 1-0 Chelsea í vil. Ekki nóg með að Abraham hafi skorað eina mark leiksins en hann bjargaði einnig á línu og sá til þess að Chelsea er mætt í átta liðið úrslit FA-bikarsins þar sem Sheffield United bíður. Fer sá leikur fram helgina 20. til 21. mars. Tammy Abraham: Scoring at one end, saving at the other #EmiratesFACup @ChelseaFC pic.twitter.com/jgI6XOoWyX— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea sló Barsnley út úr deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni og endurtók leikinn í kvöld þökk sé sigurmarki Tammy Abraham í síðari hálfleik. Lærisveinar Thomas Tuchel hafa ekki fengið á sig mörg mörk síðan Þjóðverjinn tók við stjórnartaumunum í Lundúnum. Í kvöld gekk sóknarleikurinn ekki nægilega vel fyrir sig og var staðan markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks á Oakwell-vellinum í kvöld. Tammy Abraham can't stop scoring in the #EmiratesFACup for @ChelseaFC pic.twitter.com/NN6iApzSLv— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum kom Tammy Abraham gestunum loks yfir þegar hann renndi knettinum í netið eftir sendingu Reece James. Reyndist það eina mark leiksins og lokatölur 1-0 Chelsea í vil. Ekki nóg með að Abraham hafi skorað eina mark leiksins en hann bjargaði einnig á línu og sá til þess að Chelsea er mætt í átta liðið úrslit FA-bikarsins þar sem Sheffield United bíður. Fer sá leikur fram helgina 20. til 21. mars. Tammy Abraham: Scoring at one end, saving at the other #EmiratesFACup @ChelseaFC pic.twitter.com/jgI6XOoWyX— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.