Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 16:01 Þessa mynd tók Elia Saikaly af John Snorra við rætur K2 áður en haldið var af stað á tindinn. Saikaly segir John Snorra hafa verið afar hrifinn af myndinni og séð hana fyrir sér hanga á vegg á Keflavíkurflugvelli. Elia Saikaly Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51