Enski boltinn

Gylfi Þór mætir Man City og Man United heim­sækir Leicester

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór og félagar í Everton fá verðugt verkefni í átta liða úrslitum FA-bikarsins.
Gylfi Þór og félagar í Everton fá verðugt verkefni í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Emma Simpson/Getty Images

Búið er að draga í átta liða úrslit enska FA-bikarsins og má segja að við fáum tvo stórleiki.

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton fá Manchester City í heimsókn. Gylfi Þór fór mikinn í ótrúlegum 5-4 sigri Everton gegn Tottenham Hotspur í gær og ekki verður verkefnið auðveldara í átta liða úrslitum.

Manchester United heimsækir Leicester City í hinum stórleik átta liða úrslitanna en um er að ræða liðin í öðru og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Bournemouth og Southampton mætast svo á Vitality-vellinum á suðurströnd Englands. Þá fær sigurvegarinn úr viðureign Barnsley og Chelsea botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United, í heimsókn.

Leikirnir fara fram helgina 20. og 21. mars. Verða þeir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×