Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:25 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir það mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Vísir/Vilhelm Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld en bréfið birti Jóhann Vigdís einnig inni á Facebook-hópi félaga Samfylkingarinnar. Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki hugsað til framboðs fyrir annan flokk. Jóhanna Vigdís hefur lengi verið í Samfylkingunni og frá árinu 2017 hefur hún setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn, sinnt störfum í fjárlaganefnd, mótað nýsköpunarstefnu Íslands í nefnd nýsköpunarráðherra, setið í menntanefnd Samfylkingarinnar og setið í stjórnum SFFR, Kvennahreyfingarinnar og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, eins og hún rekur sjálf í póstinum sem hún sendi í dag. „Það var því afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfum fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. Hún segist þó virða niðurstöðu uppstillinganefndar og vilja forystu flokksins. „Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og samferðafólki í Samfylkingunni, fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár segi ég mig hér með frá varaþingmennsku, öllum ábyrgðarstörfum innan flokksins, og úr Samfylkingunni.“ Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld en bréfið birti Jóhann Vigdís einnig inni á Facebook-hópi félaga Samfylkingarinnar. Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki hugsað til framboðs fyrir annan flokk. Jóhanna Vigdís hefur lengi verið í Samfylkingunni og frá árinu 2017 hefur hún setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn, sinnt störfum í fjárlaganefnd, mótað nýsköpunarstefnu Íslands í nefnd nýsköpunarráðherra, setið í menntanefnd Samfylkingarinnar og setið í stjórnum SFFR, Kvennahreyfingarinnar og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, eins og hún rekur sjálf í póstinum sem hún sendi í dag. „Það var því afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfum fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. Hún segist þó virða niðurstöðu uppstillinganefndar og vilja forystu flokksins. „Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og samferðafólki í Samfylkingunni, fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár segi ég mig hér með frá varaþingmennsku, öllum ábyrgðarstörfum innan flokksins, og úr Samfylkingunni.“
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira