Formúlustjarnan lenti í hjólreiðaslysi í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fernando Alonso var í hjólreiðatúr þegar hann lenti í slysinu. Getty/Dan Istitene Fernando Alonso ætlaði að snúa aftur í formúlu eitt í mars eftir tveggja ára fjarveru en gæti nú misst af byrjun formúlu eitt tímabilsins eftir að hafa lent í óhappi í Ölpunum. Fernando Alonso lenti í hjólreiðaslysi í Sviss en samkvæmt upplýsingum frá formúlu liði hans Alpine þá er spænski ökukappinn með meðvitund og líður vel eftir atvikum. Alonso þarf að ganga undir frekar rannsóknir í dag en ekki er á hreinu hvort hann sé inn á sjúkrahúsi eða ekki. Fernando Alonso: Two-time Formula One champion 'conscious' and 'well' after cycling crash https://t.co/V7SnliXBI7— Sky News (@SkyNews) February 11, 2021 Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins segja að Alonso hafi orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla nærri heimili sínu í Lugano í Sviss. Sömu heimildir herma að Alonso sé kjálkabrotinn. Vegna þessa sé hann á leiðinni til sérfræðings í slíkum meiðslum í Bern. Keppnistímabilið í formúlu eitt hefst í mars og það gæti því farið svo að Fernando Alonso missi af byrjun þess. F1 great Fernando Alonso has been hospitalised after being hit by a car whilst cyclingGet well soon, Fernando!https://t.co/YC1eFm1Xa7— talkSPORT (@talkSPORT) February 11, 2021 Fernando Alonso varð tvisvar sinnum heimsmeistari í formúlu eitt, árin 2005 og 2006, en hann hætti í formúlunni eftir 2018 tímabilið. Hann var þá að klára sitt fjórða tímabil með McLaren. Alonso hefur samt verið að keppa síðan á öðrum vígstöðvum. Hann vann Le Mans ökukeppnina, vann heimsmeistaratitil FIA World Endurance auk þess að keppa í Indianapolis 500 og Dakar rallýinu. Alonso sagðist þegar hann tilkynnti um endurkomu sína að hann elski að keyra og keppa og að hann vonaðist til að Alpine liðið verði samkeppnishæft með nýjum reglum sem verða teknar upp árið 2022. Alpine er gamla Renault liðið. Formúla Sviss Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso lenti í hjólreiðaslysi í Sviss en samkvæmt upplýsingum frá formúlu liði hans Alpine þá er spænski ökukappinn með meðvitund og líður vel eftir atvikum. Alonso þarf að ganga undir frekar rannsóknir í dag en ekki er á hreinu hvort hann sé inn á sjúkrahúsi eða ekki. Fernando Alonso: Two-time Formula One champion 'conscious' and 'well' after cycling crash https://t.co/V7SnliXBI7— Sky News (@SkyNews) February 11, 2021 Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins segja að Alonso hafi orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla nærri heimili sínu í Lugano í Sviss. Sömu heimildir herma að Alonso sé kjálkabrotinn. Vegna þessa sé hann á leiðinni til sérfræðings í slíkum meiðslum í Bern. Keppnistímabilið í formúlu eitt hefst í mars og það gæti því farið svo að Fernando Alonso missi af byrjun þess. F1 great Fernando Alonso has been hospitalised after being hit by a car whilst cyclingGet well soon, Fernando!https://t.co/YC1eFm1Xa7— talkSPORT (@talkSPORT) February 11, 2021 Fernando Alonso varð tvisvar sinnum heimsmeistari í formúlu eitt, árin 2005 og 2006, en hann hætti í formúlunni eftir 2018 tímabilið. Hann var þá að klára sitt fjórða tímabil með McLaren. Alonso hefur samt verið að keppa síðan á öðrum vígstöðvum. Hann vann Le Mans ökukeppnina, vann heimsmeistaratitil FIA World Endurance auk þess að keppa í Indianapolis 500 og Dakar rallýinu. Alonso sagðist þegar hann tilkynnti um endurkomu sína að hann elski að keyra og keppa og að hann vonaðist til að Alpine liðið verði samkeppnishæft með nýjum reglum sem verða teknar upp árið 2022. Alpine er gamla Renault liðið.
Formúla Sviss Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira