Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarp hennar á Alþingi hafa verið góða. Frumvarpið fór til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærkvöldi. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk. Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar. Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar.
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent