„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:00 Bareigendur í miðbænum glaðir og bjartsýnir fyrir framhaldinu. Vísir/Samsett „Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur. Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega. Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega.
Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira