Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu fyrrverandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:08 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir að nauðga vinkonu sinni í janúar fyrir þremur árum. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Sjá meira
Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Sjá meira