Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grótta 18-17 | Þór hafði betur í dramatískum nýliðaslag Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 14. febrúar 2021 19:26 Jovan Kukobat var frábær í dag. Heimasíða Þórs/Páll Jóhannesson Liðin mættu vel peppuð til leiks enda um botnbaráttuslag að ræða. Liðin skiptust á að taka forystu og var munurinn aldrei meiri en þrjú mörk. Stefán í marki Gróttu og Jovan í marki Þórs voru báðir með í kringum 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 9-10 fyrir Gróttu. Síðari hálfleikur var mjög spennandi og leiddi Grótta allan tímann. Þór hleypti Gróttu ekki langt frá sér og var munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Á 41. Mínútu fékk Aðalsteinn Ernir Bergþórsson rautt spjald og kom þá Ingimundur Ingimundarson inn í vörnina í staðinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi og jafnaði loks Þór þegar aðeins 2 mínútur voru eftir af leiknum. Grótta náði ekki að komast yfir og í fyrsta skiptið í síðari hálfleik kom Gísli Jörgen Gíslason Þór yfir þegar aðeins ein mínúta var eftir af leiknum. Grótta hélt í sína síðustu sókn en Þórsararnir stóðu vörnina vel og unnu kærkominn sigur 18-17. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þór endaði Ihor Kopyshynskyi markahæstur með 6 mörk og næst á eftir honum var Arnór Þorri Þorsteinsson og Gísli Jörgen Gíslason en kom flottur inn í liðið og skoraði 3 mörk á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Jovan Kukobat sterkur að vana í markinu hjá Þór og endaði hann með 15 varin skot eða um 46,7% vörslu. Stefán Huldar Stefánsson varði 16 skot í marki Gróttu og stóð sig vel Mörk Gróttu dreifðust vel yfir hópinn en markahæstir voru Lúðvík Arnkelsson og Jakob Ingi Stefánsson með 3 mörk. Næst á eftir voru fjórir leikmenn með 2 mörk. Af hverju vann Þór? Þórsarar hleyptu Gróttu aldrei of langt frá sér og unnu þeir baráttuna á lokamínútum leiksins. Vörnin hjá Þór hélt þeim inn í leiknum og gerði hún gæfumuninn þegar uppi stóð. Hvað er næst? Bæði lið eiga heimaleik á fimmtudaginn og fær Þór Stjörnuna í heimsókn á meðan Grótta tekur á móti Fram. Halldór Örn Sjúklega stoltur af öllum í dag „Langþráður sigur þetta er bara geggjað. Ég er sjúklega stoltur af drengjunum og bara af okkur öllum“. Þetta var fyrsti sigur Þórs á heimavelli í vetur. „Það er mikill léttir. 2 stig af vonandi mörgum sem við eigum eftir að safna.“ Þór var undir nánast allan leikinn en náði að koma til baka og taka sigurinn. „Við sýndum mikinn karakter, við vorum í vandræðum sóknarlega en vörnin stóð vel.“ Arnar Daði: Ég er hundsvekktur og fúll, pirraður og leiður Grótta var yfir nánast allan leikinn en náðu ekki að knýja fram sigur „Við skorum ekki úr uppstilltum sóknarleik síðasta korterið og var það eitt hraðaupphlaup sem bjargar andlitinu í lokin. Við bara guggnuðum og það er ekki í boði í svona leik. Við vissum að þetta væri ekkert grín sem við værum að fara út í. Þetta var allt eða ekkert fyrir Þórsarana og sömuleiðis fyrir okkur. Við þurfum bara að núllstilla okkur og fara aftur í grunninn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, í leikslok. „Ef við ætlum að vinna leiki þá þarf eitthvað að breytast en ef við ætlum að tapa þá er allt í lagi að halda þessu bara en við erum ekki í þessu til að tapa og við erum í þessu til að læra og lifa og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn og ég ætla vona það að bæði við þjálfarateymið og strákarnir mætum tvíefldir til leiks og sýnum betri leik en þetta.“ Olís-deild karla Þór Akureyri Grótta
Liðin mættu vel peppuð til leiks enda um botnbaráttuslag að ræða. Liðin skiptust á að taka forystu og var munurinn aldrei meiri en þrjú mörk. Stefán í marki Gróttu og Jovan í marki Þórs voru báðir með í kringum 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 9-10 fyrir Gróttu. Síðari hálfleikur var mjög spennandi og leiddi Grótta allan tímann. Þór hleypti Gróttu ekki langt frá sér og var munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Á 41. Mínútu fékk Aðalsteinn Ernir Bergþórsson rautt spjald og kom þá Ingimundur Ingimundarson inn í vörnina í staðinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi og jafnaði loks Þór þegar aðeins 2 mínútur voru eftir af leiknum. Grótta náði ekki að komast yfir og í fyrsta skiptið í síðari hálfleik kom Gísli Jörgen Gíslason Þór yfir þegar aðeins ein mínúta var eftir af leiknum. Grótta hélt í sína síðustu sókn en Þórsararnir stóðu vörnina vel og unnu kærkominn sigur 18-17. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þór endaði Ihor Kopyshynskyi markahæstur með 6 mörk og næst á eftir honum var Arnór Þorri Þorsteinsson og Gísli Jörgen Gíslason en kom flottur inn í liðið og skoraði 3 mörk á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Jovan Kukobat sterkur að vana í markinu hjá Þór og endaði hann með 15 varin skot eða um 46,7% vörslu. Stefán Huldar Stefánsson varði 16 skot í marki Gróttu og stóð sig vel Mörk Gróttu dreifðust vel yfir hópinn en markahæstir voru Lúðvík Arnkelsson og Jakob Ingi Stefánsson með 3 mörk. Næst á eftir voru fjórir leikmenn með 2 mörk. Af hverju vann Þór? Þórsarar hleyptu Gróttu aldrei of langt frá sér og unnu þeir baráttuna á lokamínútum leiksins. Vörnin hjá Þór hélt þeim inn í leiknum og gerði hún gæfumuninn þegar uppi stóð. Hvað er næst? Bæði lið eiga heimaleik á fimmtudaginn og fær Þór Stjörnuna í heimsókn á meðan Grótta tekur á móti Fram. Halldór Örn Sjúklega stoltur af öllum í dag „Langþráður sigur þetta er bara geggjað. Ég er sjúklega stoltur af drengjunum og bara af okkur öllum“. Þetta var fyrsti sigur Þórs á heimavelli í vetur. „Það er mikill léttir. 2 stig af vonandi mörgum sem við eigum eftir að safna.“ Þór var undir nánast allan leikinn en náði að koma til baka og taka sigurinn. „Við sýndum mikinn karakter, við vorum í vandræðum sóknarlega en vörnin stóð vel.“ Arnar Daði: Ég er hundsvekktur og fúll, pirraður og leiður Grótta var yfir nánast allan leikinn en náðu ekki að knýja fram sigur „Við skorum ekki úr uppstilltum sóknarleik síðasta korterið og var það eitt hraðaupphlaup sem bjargar andlitinu í lokin. Við bara guggnuðum og það er ekki í boði í svona leik. Við vissum að þetta væri ekkert grín sem við værum að fara út í. Þetta var allt eða ekkert fyrir Þórsarana og sömuleiðis fyrir okkur. Við þurfum bara að núllstilla okkur og fara aftur í grunninn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, í leikslok. „Ef við ætlum að vinna leiki þá þarf eitthvað að breytast en ef við ætlum að tapa þá er allt í lagi að halda þessu bara en við erum ekki í þessu til að tapa og við erum í þessu til að læra og lifa og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn og ég ætla vona það að bæði við þjálfarateymið og strákarnir mætum tvíefldir til leiks og sýnum betri leik en þetta.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti