Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 22-27 | ÍR-ingar héngu í Mosfellingum í 50 mínútur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 22:18 Afturelding - Selfoss Olís deild hsí íslandsmót karla, sumar 2020 ÍR sitja enn stigalausir á botni Olís-deildar karla eftir tap á móti Aftureldingu í kvöld. Hörkuleikur í 50 mínútur en þá gáfu Afturelding í og unnu. Lokatölur 22-27. ÍR leiddi leikinn fyrstu 10 mínuturnar. Eftir það var jafnræði með liðunum restina af fyrri hálfleik og hálfleikstölur 11-11. Sama má segja með seinni hálfleikinn. Gríðarlega jafn framan af en þegar um stundarfjórðungur var eftir kom kafli hjá ÍR-ingum þar sem þeir skoruðu ekki í 9 mínútur og gerði það út um leikinn. Lokatölur 22-27. Afhverju vann Afturelding? Afturelding gáfu í á loka mínútum leiksins og sóttu sigur. Annars var þetta búið að vera hnífjafnt. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR voru Sveinn Brynjar Agnarsson, Viktor Sigurðsson og Gunnar Valdimar Johnsen atkvæðamestir, allir með 5 mörk. Óðinn Sigurðsson var gríðarlega öflugur í markinu og var til að mynda með 42% markvörslu í hálfleik. Ólafur Rafn Gíslason kom einnig öflugur í markið og varði 2 víti. Hjá Aftureldingu voru Gunnar Malmqvist Þórsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson með 5 mörk hvor. Arnór Freyr Stefánsson var öflugur í markinu með 14 bolta varða, 39% markvörslu. Hvað gekk illa? Það var þessi 9 mínútna kafli ÍR þar sem þeir hreinlega koma boltanum ekki í markið sem gerði út um þennan leik. Þeir héldu sér inn í leiknum í 50 mínútur og er það framför miðað við síðustu leiki liðsins. Hvað er framundan? Í næstu umferð, 18. febrúar kl. 19:30 fara ÍR-ingar í Hafnarfjörðinn þar sem þeir mæta FH. Afturelding fá Eyjamenn í heimsókn, einnig 18. febrúar kl 18:00. Kristinn Björgúlfsson: Þetta eru ekki geimvísindi Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var svekktur eftir 5 marka tap gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. ,,Ég er súr, mér fannst við eiga meira skilið en ekki neitt í dag,“ sagði Kristinn í leikslok Það var allt annað að sjá ÍR liðið í dag heldur en í síðustu leikjum. Aðspurður hvað hafði gerst í milli tíðinni hafði Kristinn þetta að segja: ,,Það gerðist ekki neitt. Þetta eru ekki geimvísindi. Við bara mættum ótrúlega tilbúnir í dag og lögðum okkur meira fram heldur á fimmtudaginn.“ ÍR-ingar sækja FH heim í næstu umferð sem er á fimmtudaginn. ,,Við stefnum á að vinna tvö stig þar eins og í öllum öðrum leikjum sem við förum í og það breytist ekki neitt,“ sagði Kristinn að lokum. Gunnar Magnússon: Það er ákveðin reynsla að koma hérna í Austurbergið og mæta stigalausum ÍR-ingum Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir lögðu ÍR að velli, 22-27 í kvöld. ,,Ég er ótrúlega ánægður með þessi tvö stig, þetta var erfitt eins og við áttum von á. Ég er ánægður með drengina, hvernig þeir komu og náðu í þessi stig og héldu haus í 60 mínútur.“ Meiðslalistinn hjá liðinu hefur verið að lengjast, þeir eru nýbúnir að missa Úlf í meiðsli og svo var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson ekki á skýrslu í dag. ,,Hann missteig sig í síðasta leik. Hann kemur vonandi fljótlega. Við einbeitum okkur að þeim sem eru heilir og við mættum hérna með sterkt lið.“ ,,Ég er ánægður með strákana, þeir eru ungir og óreyndir og það er ákveðin reynsla að koma hérna í Austurbergið og mæta stigalausum ÍR-ingum. Það er ákveðin skóli líka í að undirbúa sig andlega.“ ,,Við vissum að þetta yrði mjög erfitt og við áttum ekki von á neinu öðru. Þetta var bara hörkuleikur og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Ég er ánægður með fagmennskuna sem þeir sýndu í öllu ferlinu,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla ÍR Afturelding
ÍR sitja enn stigalausir á botni Olís-deildar karla eftir tap á móti Aftureldingu í kvöld. Hörkuleikur í 50 mínútur en þá gáfu Afturelding í og unnu. Lokatölur 22-27. ÍR leiddi leikinn fyrstu 10 mínuturnar. Eftir það var jafnræði með liðunum restina af fyrri hálfleik og hálfleikstölur 11-11. Sama má segja með seinni hálfleikinn. Gríðarlega jafn framan af en þegar um stundarfjórðungur var eftir kom kafli hjá ÍR-ingum þar sem þeir skoruðu ekki í 9 mínútur og gerði það út um leikinn. Lokatölur 22-27. Afhverju vann Afturelding? Afturelding gáfu í á loka mínútum leiksins og sóttu sigur. Annars var þetta búið að vera hnífjafnt. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR voru Sveinn Brynjar Agnarsson, Viktor Sigurðsson og Gunnar Valdimar Johnsen atkvæðamestir, allir með 5 mörk. Óðinn Sigurðsson var gríðarlega öflugur í markinu og var til að mynda með 42% markvörslu í hálfleik. Ólafur Rafn Gíslason kom einnig öflugur í markið og varði 2 víti. Hjá Aftureldingu voru Gunnar Malmqvist Þórsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson með 5 mörk hvor. Arnór Freyr Stefánsson var öflugur í markinu með 14 bolta varða, 39% markvörslu. Hvað gekk illa? Það var þessi 9 mínútna kafli ÍR þar sem þeir hreinlega koma boltanum ekki í markið sem gerði út um þennan leik. Þeir héldu sér inn í leiknum í 50 mínútur og er það framför miðað við síðustu leiki liðsins. Hvað er framundan? Í næstu umferð, 18. febrúar kl. 19:30 fara ÍR-ingar í Hafnarfjörðinn þar sem þeir mæta FH. Afturelding fá Eyjamenn í heimsókn, einnig 18. febrúar kl 18:00. Kristinn Björgúlfsson: Þetta eru ekki geimvísindi Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var svekktur eftir 5 marka tap gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. ,,Ég er súr, mér fannst við eiga meira skilið en ekki neitt í dag,“ sagði Kristinn í leikslok Það var allt annað að sjá ÍR liðið í dag heldur en í síðustu leikjum. Aðspurður hvað hafði gerst í milli tíðinni hafði Kristinn þetta að segja: ,,Það gerðist ekki neitt. Þetta eru ekki geimvísindi. Við bara mættum ótrúlega tilbúnir í dag og lögðum okkur meira fram heldur á fimmtudaginn.“ ÍR-ingar sækja FH heim í næstu umferð sem er á fimmtudaginn. ,,Við stefnum á að vinna tvö stig þar eins og í öllum öðrum leikjum sem við förum í og það breytist ekki neitt,“ sagði Kristinn að lokum. Gunnar Magnússon: Það er ákveðin reynsla að koma hérna í Austurbergið og mæta stigalausum ÍR-ingum Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir lögðu ÍR að velli, 22-27 í kvöld. ,,Ég er ótrúlega ánægður með þessi tvö stig, þetta var erfitt eins og við áttum von á. Ég er ánægður með drengina, hvernig þeir komu og náðu í þessi stig og héldu haus í 60 mínútur.“ Meiðslalistinn hjá liðinu hefur verið að lengjast, þeir eru nýbúnir að missa Úlf í meiðsli og svo var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson ekki á skýrslu í dag. ,,Hann missteig sig í síðasta leik. Hann kemur vonandi fljótlega. Við einbeitum okkur að þeim sem eru heilir og við mættum hérna með sterkt lið.“ ,,Ég er ánægður með strákana, þeir eru ungir og óreyndir og það er ákveðin reynsla að koma hérna í Austurbergið og mæta stigalausum ÍR-ingum. Það er ákveðin skóli líka í að undirbúa sig andlega.“ ,,Við vissum að þetta yrði mjög erfitt og við áttum ekki von á neinu öðru. Þetta var bara hörkuleikur og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Ég er ánægður með fagmennskuna sem þeir sýndu í öllu ferlinu,“ sagði Gunnar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti