Enski boltinn

Lykil­maður Leicester frá út tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
James Justin meiddist illa á hné í vikunni og verður frá út leiktíðina hið minnsta.
James Justin meiddist illa á hné í vikunni og verður frá út leiktíðina hið minnsta. Mike Egerton/Getty Images

James Justin, hinn ungi vinstri bakvörður í Leicester City, verður frá út tímabilið eftir að hafa meiðst illa á hné gegn Brighton & Hove Albion er liðin mættust í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í vikunni.

Justin hefur komið verulega á óvart og leiktíðinni en hann kom nokkuð óvænt inn í lið Leicester City. Hann hefur aðallega verið notaður í stöðu vinstri bakvarðar þrátt fyrir að vera réttfættur. Í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Justin skorað tvö mörk og lagt upp tvö önnur.

Í 1-0 sigri Leicester á Brighton á miðvikudagskvöld þurfti Justin að fara meiddur af velli á 75. mínútu vegna meiðsla á hné.

Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, staðfesti á blaðamannafundi í dag að um sködduð liðbönd væri að ræða og verður Justin frá út tímabilið og mögulega lengur.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×