Segir nauðsynlegt að byggja atvinnulíf á Seyðisfirði aftur upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2021 20:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna þar. Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að styðja við uppbygginu þess á næstu þremur árum. Forsætisráðherra segir að hreinsunarstarf og tjónamat eftir náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í desember ganga vel. „Hreinsunarstarf og tjónamat stendur enn en þeirri vinnu miðar mjög vel áfram og við búumst við að henni verði lokið í mars,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í fréttamiðlinum Austurfrétt í vikunni kemur fram að fjöldi fyrirtækja á Seyðisfirði hafi orðið fyrir beinum og óbeinum áhrifum af skriðuföllunum þar. Mörg fyrirtæki hafi til að mynda verið með starfsemi á skriðusvæðinu en stærsta einstaka tjónið hafi orðið hjá fyrirtækinu Stjörnublæstri. Þá hafi orðið mikið tjón hjá Silfurhöllinni þar sem 11 manns starfa. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. „Það er fyrirhugað að leggja 215 milljónir inn í tiltekin verkefni því að það er alveg ljóst að þessar hamfarir snúast ekki bara um hreinsunarstarf og tjónamat heldur hefur atvinnulífið á Seyðisfirði orðið fyrir verulegu áfalli og við teljum nauðsynlegt að byggja það upp aftur,“ segir Katrín. Vandinn snúi meðal annars að rekstrarumhverfi og húsnæðismálum, en hamfarirnar höfðu veruleg áhrif á fjölda fyrirtækja sem sum misstu húsnæðið og hætta sé á að einhver þeirra hverfi úr bænum. „Við munum bjóða upp á rekstrarráðgjöf fyrir þá sem hafa verið með atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja til að hægt sé að fara í uppbyggingu aftur þannig að þetta verða svona margháttuð smærri verkefni,“ segir Katrín. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Forsætisráðherra segir að hreinsunarstarf og tjónamat eftir náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í desember ganga vel. „Hreinsunarstarf og tjónamat stendur enn en þeirri vinnu miðar mjög vel áfram og við búumst við að henni verði lokið í mars,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í fréttamiðlinum Austurfrétt í vikunni kemur fram að fjöldi fyrirtækja á Seyðisfirði hafi orðið fyrir beinum og óbeinum áhrifum af skriðuföllunum þar. Mörg fyrirtæki hafi til að mynda verið með starfsemi á skriðusvæðinu en stærsta einstaka tjónið hafi orðið hjá fyrirtækinu Stjörnublæstri. Þá hafi orðið mikið tjón hjá Silfurhöllinni þar sem 11 manns starfa. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. „Það er fyrirhugað að leggja 215 milljónir inn í tiltekin verkefni því að það er alveg ljóst að þessar hamfarir snúast ekki bara um hreinsunarstarf og tjónamat heldur hefur atvinnulífið á Seyðisfirði orðið fyrir verulegu áfalli og við teljum nauðsynlegt að byggja það upp aftur,“ segir Katrín. Vandinn snúi meðal annars að rekstrarumhverfi og húsnæðismálum, en hamfarirnar höfðu veruleg áhrif á fjölda fyrirtækja sem sum misstu húsnæðið og hætta sé á að einhver þeirra hverfi úr bænum. „Við munum bjóða upp á rekstrarráðgjöf fyrir þá sem hafa verið með atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja til að hægt sé að fara í uppbyggingu aftur þannig að þetta verða svona margháttuð smærri verkefni,“ segir Katrín.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira