Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2021 12:23 Ný kirkja og Sæmundarstofa verður byggð á Rangárvöllum. Oddafélagið fer fyrir verkefninu en Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra er formaðru Oddafélagsins. Aðsend Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira