Íslensk fræði

Fréttamynd

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið
Fréttamynd

Upp­haf­legasta út­gáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda út­legð

Handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum í Eddu verða á morgun og ný handrit munu líta dagsins ljós. Næstu þrjá mánuði verður Trektarbók Snorra-Eddu til sýnis en hún er komin til landsins eftir fjögur hundruð ára útlegð í Hollandi. Hún er einnig um margt áhugaverð. Hún er talin fornlegasta handrit Snorra-Eddu þó hún sé yngsta handritið meginhandrita Eddunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður brák grafin úr gleymsku

Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir.

Lífið
Fréttamynd

Nefndirnar sem smíða orðin: Lýðnetið víkur fyrir inter­netinu og þjarki fyrir bóta

Lýðnetið víkur fyrir internetinu og þjarki og yrki víkja fyrir bóta og botta. Tæplega 500 orðum var á dögunum bætt við tölvuorðasafnið sem er hluti af íðorðabanka Árnastofnunar. Fólkið sem situr í orðanefndum fagorðasafna sinnir vanmetnu starfi í þágu viðnámsþróttar íslenskunnar en sannkölluð breiðfylking tekur þátt í þessu framlínustarfi.

Lífið
Fréttamynd

Mið­eind festir kaup á Snöru

Miðeind ehf. hefur gengið frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

32 Úkraínubúar á ís­lensku­nám­skeið á Sel­fossi

Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi?

„Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Háskólafólk mót­mælir gjald­töku á nem­endur utan EES

Fjöldi deilda innan Háskóla Íslands mótmælir fyrirhuguðum breytingum á gjaldtöku á nemendur í háskólanum sem eru frá löndum utan EES. Þau segja gjaldtökuna mismuna á grundvelli efnahags, þjóðernis og uppruna. Nemendum muni fækka og einstaka deildir líða fyrir fækkunina. Þá muni efling íslensku og íslenskukennslu líða mest fyrir breytinguna. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ís­lenskuna dauða­dæmda

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki.

Innlent
Fréttamynd

Armæða um ís­lenska tungu

Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um íslenska tungu. Gallinn við hana er að hún snýst fyrst og fremst um kynjapólitísk atriði í málfari og er því kljúfandi fremur en uppbyggileg. Starfsfólk RÚV grípur til varna gegn því að vera brugðið um markvissa notkun á kynhlutlausu orðfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Van­mat á hug­vísindum og staða ís­lenskra fræða

Í gær birtist grein eftir mig á þessum vettvangi um Þingvelli. Rakið var hvernig ábyrgð á þessum helgistað Íslendinga, sem á að njóta verndar Alþingis, verður ekki annað en stjórnsýsluverkefni á sviði náttúruverndar hjá undirstofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins ef fyrirliggjandi frumvarp um Náttúruverndar- og minjastofnun verður samþykkt óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu.

Innlent
Fréttamynd

Lilja hefur á­hyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV

Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk strandmenning í brenni­depli á Akra­nesi

Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Menning
Fréttamynd

Fær 215 milljóna króna styrk til að rann­saka mál­notkun þing­manna

Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk dul­úðugan Er­lend í Unu­húsi á heilann

Nafn Erlends í Unuhúsi þekkja margir en maðurinn sjálfur er minna þekktur. Þessa dagana getur fólk fengið rækilega innsýn inn í líf hans með útvarpsþáttunum Litli rauði trékassinn, sýningu um samband hans við Halldór Laxness á Gljúfrasteini og sögugöngu sem verður farin um Reykjavík 31. maí. Allt þrennt er afrakstur rannsóknar Sunnevu Kristínar sem fékk Erlend á heilann síðasta vor.

Menning
Fréttamynd

Kennarinn á Sjónar­hóli

Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg.

Skoðun