Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2021 07:30 Séð yfir hluta byggðarinnar á Árskógssandi. Arnar Halldórsson Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld: Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld:
Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38