Innlent

Sjálf­bærni, sam­keppni og stjórnar­skrár­frum­varp Katrínar á Sprengisandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf á sunnudögum.

Fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í dag er Jón Páll Baldvinsson, formaður FETAR, sem er félag fyrirtækja sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu inn á hálendið allt árið. Hann ætlar að gera grein fyrir andstöðu félagsins við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð.

Þá ætlar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að velta fyrir sér samkeppni í kreppu, sem oft er ýtt til hliðar á erfiðum tímum. Rannsóknir sýna þó að samkeppni er af hinu góða þegar harðnar í ári.

Þá takast fulltrúar þingheims á um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ólafur Þór Gunnarsson, samflokksmaður hennar í VG, telur að frumvarpið geti skapað víðtæka sátt. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson ræða málið við hann.

Þá mun Bjarni Herrera, fyrrum framkvæmdastjóri CIRCULAR Solutions og nú Senior Manager hjá KPMG, skýra hvar Íslendingar geta gert betur í sjálfbærnivæðingu.

Í spilaranum hér að ofan má hlusta á þáttinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×