Skuggi Firmino virðist hafa „platað“ VAR til að dæma mark Leicester gilt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 09:31 Eins og sést á þessari mynd þá snýr skór Roberto Firmino ekki í átt að markinu eins og Varsjáin teiknaði heldur í átt að James Maddison sem tók aukaspyrnuna. Samsett/Getty/Carl Recine Það gengur flest Englandsmeisturum Liverpol í óhag þessa dagana og markið sem breytti öllu í leik liðsins um helgina var mjög vafasamt. Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira